Ég elska: Invisibobble Sweetheart
Ég hef áður sagt ykkur frá uppáhalds hárteygjunum mínum sem heita Invisibobble, færsluna má lesa HÉR. Síðan ég prófaði þær hef ég ekki getað notað neinar aðrar hárteygjur án þess að finnast þær óþægilegar og fá hausverk. Ég elska líka hvað þær gera mikið úr fíngerða hárinu mínu, og það sleikir það ekki niður þó ég sé með það í teygju.
Fyrir valentínusardaginn fékk ég sendar alveg ótrúlega krúttlegar tvær nýjar tegundir sem eru úr Sweetheart línunni. Önnur tegundin er vínrauð, og hin er glær en með glimmeri í. Ég hef áður átt glærar en þessar eru falleg viðbót við teygjusafnið mitt.
Ef að þið eruð ekki ennþá búin að prófa þessar dásamlegu teygjur mæli ég með því að gera það núna..þær algjörlega breyttu hár-lífinu mínu. Þær fara líka vel með hárið og slíta því ekki, en halda því samt mjög vel uppi. Teygjurnar fást á mörgum hárgreiðslustofum, og í apótekum Lyf og Heilsu, en mesta úrvalið er hjá Salon VEH í Kringlunni 7, og þar fást til dæmis krúttlegu Sweetheart teygjurnar!
xxx
Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni, sem ég hafði áður prófað, og alltaf er sett fram hreinskilið álit á gydadrofn.com.