Mig langar í: Óskalistinn

Það sem er efst á óskalistanum þessa dagana..

Mac x Disney Cindarella Make Up Collection

nrm_1423219198-640x430-mac-x-cinderella-collection-01

Það er svo ótrúlega gaman að fylgjast með snyrtivörurisanum Mac og það er alltaf spennandi þegar þeir koma með nýjar línur á markað! Nýjasta línan þeirra var gerð í samstarfi við Disney, í tilefni myndarinnar um Öskubusku. Öll línan er innblásin af ævintýrinu, og umbúðirnar líka. Ég sá fyrst umfjöllun um þessa línu á blogginu hjá Pixiwoo systrunum en þar er skemmtileg umfjöllun um línuna og alla litina. Mig langar mikið í augnskuggapallettuna, en hún virðist vera hin fullkomna blanda af ljósum og dökkum, möttum og glitrandi brúnum litum sem hægt er að nota dagsdaglega, og líka fyrir meiri dramaförðun. Kinnaliturinn og varaliturinn eru líka báðir gullfallegir og væru tilvaldir fyrir vorið! Samkvæmt Pixiwoo er þessi lína væntanleg á alla Mac útsölustaði eftir 13. mars.

Loafers

a84052401cb0478d33677dcd45de2325_fotor

Mig dreymir um að eignast nýja fallega skó í loafers stíl fyrir vorið. Þetta eru hinir fullkomnu skór til að smeygja sér í í vor og sumar, og eru fullkomnir við gallabuxur og flotta kápu. Ég fann þessa hér að neðan í Skór.is í Smáralind fyrir helgi, en þeir eru frá Vagabond og eru alveg sérstaklega þægilegir.

IMG_7558

Hairburst

Screen_Shot_2014-08-29_at_10.32.03_2048x2048

Ég rakst nýlega á síðuna Hairburst.com þar sem seld eru náttúruleg vítamín fyrir hárið. Einhvernveginn lúkkaði þetta sem eitthvað annað og meira en hinn venjulegi hárkúr sem maður kaupir út í búð, svo ég fór að skoða reynslusögur og myndir. Þar sem ég er ennþá í togstreitu við sjálfa mig hvort ég eigi að klippa á mér hárið eða reyna að safna því, virðist þetta vera akkúrat það sem mig vantar ef að ég ákveð að safna því. Öll efnin í hylkinu eru náttúruleg en eru sérstaklega samansett til að hámarka virkni fyrir hárið, og reynslusögurnar sína mikinn mun..en maður veit svosem aldrei fyrr en maður prófar sjálfur. Ef einhver hefur reynslu af þessu má hann endilega hafa samband og segja mér frá!

New Nike’s

5fd244a3caed31f561d0b00b4c133546_fotor

Eitt af því sem telst til einhvers sem mig nauðsynlega vantar (ekki bara langar í), eru fallegir nýjir íþróttaskór. Ég er alltaf svo hrifin af skónum frá Nike, og er búin að ákveða að mig langar í svarta í þetta skiptið, en ég veit bara ekki alveg hvaða týpu. Það eru svo margir fallegir!

Make-up Cube

IMG_0099

Ég er búin að vera að taka snyrtiaðstöðuna mína í gegn, og er komin með fallegt borð og spegil, auk skúffueiningar við hliðná. Fljótlega ætla ég svo að setja upp ljós og leggja lokahönd á aðstöðuna, en það eina sem mig vantar er ein svona glær make-up hirsla til að hafa á borðinu sjálfu. Ég er mikið búin að skoða og reyna að finna þá fullkomnu fyrir mig, og vonandi finn ég hana fljótlega, svo ég geti gert snyrtiaðstöðuna alveg eins og ég vill hafa hana!

Endilega fylgist með á Snapchat @gydadrofn!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: