New In: Trenchcoat úr Vero Moda

IMG_7560

Seinasta föstudag fór ég í Vero Moda, og þessi gullfallega kápa læddist alveg óvart ofan í pokann minn. Ég er yfir mig ástfangin af henni og finnst hún algjörlega æðisleg!

IMG_7561

Grace Spring Coat – Vero Moda – 11.990kr

Kápan er mjög létt og var til í þessum ljósa lit, og dökkbláum. Ég er búin að vera með augun opin fyrir fallegum kápum fyrir vorið sem eru í þynnri kantinum, því allar kápurnar mínar eru frekar þykkar og henta betur fyrir veturinn. Þar sem mér finnst eins og vorið sé bara rétt handan við hornið gat ég ekki sleppt því að taka þessa með mér heim! Mér finnst liturinn vera hinn fullkomni ljósi kápulitur, og gyllti liturinn á rennilásnum setur punktinn yfir i-ið. Ég stend sjálfa mig ítrekað að því að falla fyrir ljósum yfirhöfnum með gylltum smáatriðum og ég hlakka svo sannarlega til að nota þessa þegar vorið kemur. Ég fór í Vero Moda áðan og það voru ennþá til nokkur stykki í ljósu og dökkbláu, svo ég mæli að kíkja á það ef ykkur finnst hún jafn falleg og mér!

IMG_7541_fotor

Í sömu Vero Moda ferð nældi ég mér í hinar fullkomnu svörtu gallabuxur, sem ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur um leið og þær koma úr styttingu. Ég stalst reyndar til að nota þær um helgina óstyttar, og ég get svo sannarlega sagt að þetta séu orðnar allra mest uppáhalds buxurnar mínar! Meira um það síðar..

xxx

1 Comments on “New In: Trenchcoat úr Vero Moda”

  1. Pingback: Dagbókin: Outfit vika! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: