Að missa mig yfir: Primer vatninu frá Smashbox

IMG_7447

Þau ykkar sem fylgjast með bloggum og fréttum um nýjungar í snyrtivöruheiminum hafið örugglega rekið augun í nýja primerinn sem var að koma á markað frá Smashbox. Primerinn er ólíkur öðrum frá merkinu því hann kemur í spreyformi, og er þar að auki sílíkon-, alkóhól og olíufrír. Ég var ekki lengi að næla mér í eitt stykki um leið og hann kom í verslanir!

IMG_7445

Ég verð að segja að þessi primer er sennilega ein mesta snilld sem ég hef prófað. Eins mikið og mér finnst primerar yfir höfuð vera frábær vara, þá er ég alltof löt að nota þá, því mér finnst það stundum vera of mikil auka vinna í förðunarrútínuna dagsdaglega. En þetta nýja primer vatn er algjör game-changer því það tekur enga stund að spreyja því yfir andlitið, og ég þarf ekkert að nota hendur eða bursta til að dreifa úr honum. Það má bæði nota primer vatnið eins og venjulegann primer, undir farða sem grunn, og líka yfir farða sem setting-spray, til að halda honum á sínum stað.

IMG_7515

Lyktin af vatninu er ótrúlega frískandi og góð og ég hef staðið sjálfa mig að því að spreyja því á mig aðeins oftar en venjulegt getur talist yfir daginn..mér finnst það bara svo ótrúlega frískandi fyrir húðina! Um helgina fór ég á Sónar tónlistarhátíðina í Hörpu þar sem var að sjálfsögðu mikið af fólki og mjög mikið dansað. Áður en ég fór setti ég á mig farða eins og venjulega og spreyjaði svo primer spreyinu yfir. Þegar ég leit í spegilinn þegar ég kom heim trúði ég varla eigin augum því farðinn minn var næstum því alveg eins og þegar ég fór út, þrátt fyrir mjög sveitt loft í tónleikasölunum, ótrúlegt! Ég mæli með að prófa, en Smashbox fæst til dæmis í Hagkaup Holtagörðum, Kringlunni og Smáralind, og apótekum.

xxx

1 Comments on “Að missa mig yfir: Primer vatninu frá Smashbox”

  1. Pingback: 5 uppáhalds í febrúar! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: