Ég elska: Statement Necklace

Ég er með algjört fylgihlutaæði þessa dagana og spái mikið í hverju sé hægt að bæta við outfittin mín til að fullkomna þau. Eitt af því sem ég elska er að eiga fallegar statement hálsfestar, sem geta gert svo ótrúlega mikið fyrir heildarlúkkið. Þær eru fullkomnar til að poppa upp venjulegt svart outfit, og geta breytt algjörlega stílnum. Ég fór í Six í Smáralind og fékk að velja mér þessar þrjár fallegu hálsfestar til að mynda og sýna ykkur hvernig er hægt að breyta heildarlúkkinu með fallegri hálsfesti!
Þrjár hálsfestar-sami svarti bolur-þrjú mismunandi lúkk.
Þær eru allar frekar ólíkar, en náðu allar athygli minni strax. Fyrsta sem ég sá var koparkeðjan, sem er svolítið gróf, svo þessi svarta sem er áberandi með stórum plötum en samt með fínlegri keðju, og svo þessi gyllta sem er mjög fínleg og með meiri details.
Svört Statement Hálsfesti – Six – 2.995kr
Svarta hálsfestin finnst mér ótrúlega töff og svolítið svona rokkara/pönk-leg. Ég er mikið fyrir “all black everything” og þó hún sé líka svört finnst mér hún bæta við einhverju extra. Ég sé líka fyrir mér að hún sé flott við eitthvað plain eins og hvíta skyrtu, og myndi gera svoleiðis outfit meira áberandi og töff.
Kopar Keðju Hálsfesti – Six – 2.995kr
Ég var ekki lengi að stökkva á þessa kopar-keðju þegar ég sá hana. Hún er alveg ótrúlega flott og ekta statement piece. Ég myndi helst nota hana við svart og hún er fullkomin til að gera hvaða svarta bol eða kjól sem er meira edgy (ég vona að þið afsakið allar enskusletturnar en mér finnst stundum svolítið erfitt að finna íslensk lýsingarorð með sömu merkingu). Seinustu vikur og mánuði er ég búin að vera að missa mig yfir akkúrat þessum lit á fylgihlutum, svona kopar/rósagull, og langar að eignast fleiri hluti í safnið, en þessi er aldeilis góð byrjun!
Tvöföld Gull Hálsfesti – Six – 1.995kr
Svona fínlegar, langar keðjur finnst mér alveg ótrúlega flottar, og gefa outfittinu fínlegan og kvenlegan blæ. Ég nota langmest skartgripi í gylltu, og á nokkrar svona gylltar keðjur. Þessi finnst mér sérstaklega falleg með grænum smáatriðum, en ég held að græna/gyllta samsetningin verði áberandi í fylgihlutum fyrir vorið.
Hringirnir sem ég er með í stíl við hálsfestina fást líka í Six og kosta 2.495kr. Þetta er sett af 8 hringjum, fjórum venjulegum, og fjórum hálfhringjum sem fara efst á fingurna. Svona hringir hafa verið mjög vinsælir og þetta er trend sem á eftir að verða ennþá heitara held ég, ég er allavega að elska það!
Mér finnst hálsfestarnar þrjár allar fallegar á sinn hátt, og setja mismunandi svip á heildarlúkkið.
Hver finnst þér flottust?
xxx
Hvaðan er bolurinn? 🙂 Perónulega myndi ég velja lúkk nr.3, samt allt mjög flott!
LikeLike
takk fyrir það! en bolurinn er eldgamall og ég er búin að eiga hann í þónokkuð mörg ár, gróf hann einhverstaðar upp úr fataskápnum, svo ég efast um að hann fáist ennþá því miður 😦
LikeLike
Ah ég skil þig! Takk samt 🙂
LikeLike
hálsmen nr 3 er sjúkt!
LikeLike