Neglur: Styrking fyrir lengri og betri náttúrulegar neglur!
Í nokkur ár var ég alltaf með gervineglur..og fannst það mjög þægilegt. Þær voru alltaf frekar langar og ég var stundum með french og stundum með þær í einum lit. Fyrir sirka tveimur árum ákvað ég að hætta að vera með gervi, og til að byrja með voru neglurnar mínar frekar þunnar og viðkvæmar. En ég fann mér bjargvætt sem ég hef verið að nota síðan, en það er 7-in-1 Saviour frá L’oreal!
Pakkinn lítur svona út, og innaní er svo lítið naglalakksglas með naglastyrkingunni. Þetta er serum fyrir neglurnar, sem vinnur á 7 einkennum sem koma oft í ljós á “overstressed“ nöglum. Þessi styrking er algjör snilld, hefði átt að vera löngu búin að segja ykkur frá henni. Þegar ég var fyrst að vesenast með neglurnar eftir gervineglurnar, þá notaði ég hana sem meðferð, og setti þá á mig nokkrum sinnum í viku og tók af á milli. Núna nota ég hana annarslagið, þegar ég þarf, og set hana þá yfirleitt undir naglakkið mitt.
Formúlan er hvít, eða ljós, en er nánast gegnsæ á nöglunum. Neglurnar mínar eru mjög fljótar að vaxa og spretta upp eins og gras á vorin, en þær eiga það til að flagna eða brotna. Til að ná að halda þeim löngum er styrkingin lykilatriði, og það er ótrúlegt hvað ég næ að safna þeim þegar ég nota hana. Mér finnst fallegt að vera með langar neglur en það er ekkert meira pirrandi en flagnandi og brotnar neglur.
Þegar maður setur á sig naglalakk er svo mikilvægt að nöglin undir sé heilbrigð, svo að lakkið verði jafnt og fallegt. Það á sérstaklega við þegar maður setur á sig ljósa liti, sem eru akkúrat í uppáhaldi hjá mér. Fiji liturinn frá Essie er eiginlega bara búinn að vera á síðan ég keypti hann í Fríhöfninni, og mér finnst hann dásamlegur, sérstaklega þegar neglurnar eru í lengri kantinum. Sumir hafa tekið eftir því á naglalakksmyndunum mínum, að ég set aldrei naglalakk alveg út í kantana á nöglunum. Sést líka betur HÉR. Ég er með frekar breiðar neglur og putta, og mér finnst alltaf miklu fallegra að naglalakka bara aðal svæðið á nöglinni, og það sést ekkert nema maður skoði það nákvæmlega.
xxx
Ohh bara ef ég væri ekki að vinna í umönnun á hjúkrunaheimili. Allur þessi handþvottur og spritt fara hræðilega með neglurnar á mér, alveg sama þótt ég noti “naglastyrkir” frá sally hansen og handáburð sem ég nudda inní naglaböndin. Kanski ætti maður að prófa þessa týpu 🙂
LikeLike
já það sakar ekki að prófa! Ég hef ekki notað frá Sally en er allavega rosalega ánægð með þennan 🙂
LikeLike