Að missa mig yfir: Stutta hárinu hennar Kim
Ég er ein af þeim sem finnst alveg afskaplega gaman að fylgjast með Kardashian sytrunum, og þá sérstaklega vinkonu minni henni Kim. Þó að frægð hennar sé frekar umdeild hefur hún sýnt fram á að hún er klárlega ein helstu tísku- og make up fyrirmyndum samtímans, og ég býð alltaf spennt að sjá hvað hún gerir næst!
Í seinustu viku postaði hún mynd af sér á Instagram, þar sem hún er búin að láta klippa hárið á sér stutt. Mikið hefur verið talað um myndina og hárgreiðsluna, þar sem Kim hefur oftast verið þekkt fyrir þykkt og sítt hár. Ég er samt algjörlega on-board og finnst nýja stutta hárið hennar æðislegt!
Hún frumsýndi nýja lúkkið í pre-Grammy partý á föstudaginn, og var í þessum rauða “hafmeyjubúning” eins og hann hefur verið kallaður, með áberandi gyllta skartgripi. Ég algjörlega dýrka þetta lúkk, og mér finnst hárið óaðfinnanlegt! Það er akkúrat löngu kominn tími á klippingu hjá mér, og ég er alvarlega að í huga að breyta aðeins til og gera það svona jafnsítt.
Á Grammy verðlaununum sjálfum var lúkkið ennþá dramantískara, og toppurinn aðeins niður yfir annað augað. Make up-ið var algjörlega on-point, en Mario Dedivanovic make up artistinn hennar Kim er svosem ekki þekktur fyrir að klikka á því! Ég fæ samt ekki nóg af hárinu, og verð eiginlega að læra að búa til svona mjúkar bylgjur, helst í gær!
xxx