Að missa mig yfir: Swim 2015 frá Victoria’s Secret

Ég er ein af þeim sem bíð spennt eftir myndum af nýju sundfatalínunni frá Victoria’s Secret á hverju ári, og í ár er engin undantekning! Í fyrra keypti ég mér bikiní (tvo toppa og einn neðri part) í coral lit, og fékk í kjölfarið ótal spurningar um hvernig maður gæti keypt sér bikiní frá Victoria’s Secret. Færsluna má lesa HÉR. Það er ekkert mál að panta beint af Victoria’s Secret til Íslands, þeir taka íslensk kort og sendingin tekur um 4-6 vikur, svo það fer alveg fljótlega að fara að koma tími að huga að bikiníi fyrir sumarið! Samkvæmt 2015 línunni þeirra, verða 3 trend aðallega áberandi í sumar, en það eru sundföt í boho stíl, sportleg sundföt, og revealing sundföt. Ég tók saman fjögur lúkk úr hverju trendi sem mér fannst standa upp úr!

Boho

V421327_fotor

Ég er alveg virkilega hrifin af þessu trendi! Það er mikið af lausum, léttum efnum, fringe og tie-dye litum. Ég er alveg ástfangin af þessu ljósbleika á efstu myndinni, en það er líka til svart og ljóst. Ég á eitt bikiní sem er eiginlega alveg eins og þetta hvíta á neðri myndinni, nema gult, og er reyndar orðið úr sér gengið og ég væri alveg til í eitt svona hvítt! Mér finnst hin tvö líka virkilega skemmtileg, og mynstrin eru falleg og sumarleg.

V4213270_fotor

Sporty

V4191070_fotor

Þetta trend er búið að vera áberandi frekar lengi núna, en það hafa örugglega margir séð Triangl bikiníin, en þau eru akkúrat í þessum stíl. Þarna eru hrein form og svartar útlínur sem afmarka þau áberandi, og það er mikið af mismunandi litum, bæði skærum og mildum. Oft eru litasamsetningarnar mjög skemmtilegar, og til dæmis finnst mér þetta ferskjulitaða æði. Mér finnst þetta svarta á neðri myndinni líka ótrúlega fallegt og sportlegt, og þetta græna er í sama stíl. Ég held að þetta eigi örugglega eftir að halda áfram og verða mest áberandi trendið í sumar og við eigum eflaust eftir að sjá mikið af svipuðum svona bikiní-lúkkum á sundlaugabakkanum.

V419107_fotor

Revealing

V421628_CROP1_fotor

Þetta er örugglega trendið sem mér finnst vera hvað mest einkennandi fyrir Victoria’s Secret, en þeir koma alltaf með nokkur djörf en virkilega flott lúkk í sundfatalínunni. Hér finnst mér bæði svörtu bikiníin virkilega flott, en mér finnst passa vel við svona djörf sundföt að hafa þau í svörtu. Þetta munstraða á neðri myndinni er mjög svipaði í sniðinu og það sem ég keypti mér í fyrra, en í ár hafa þeir útfært sniðið örlítið og komið með skemmtileg mynstur í það líka. Það er líka til svart/hvítt, þar sem önnur hliðin á toppnum er svört og hin hvít, finnst það líka mjög flott. Þetta gula er svolítið sérstakt og maður þarf örugglega að vera alveg eins og Victoria’s Secret model til að púlla það, en fallegt er það á myndinni!

V421628_CROP10_fotor

Það er sko enginn vandi að gleyma sér í að skoða falleg sundföt, en ég mæli með að kíkja á Victoria’s Secret síðuna til að sjá fleiri falleg!

xxx

2 Comments on “Að missa mig yfir: Swim 2015 frá Victoria’s Secret”

  1. Hææ! Manstu hvað bættist við mikið í kostnað við það að senda til Íslands þegar þú pantaðir? Tollur og sendingagjald og það 🙂

    Like

    • Hæhæ! 🙂 Sendingarkostnaðurinn kemur fram á Victoria’s Secret síðunni þegar þú pantar, en tollurinn bætist svo ofan á þegar það kemur til landsins. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég borgaði í toll í fyrra en það var örugglega eitthvað í kringum 5-6þús 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: