Að missa mig yfir: Mini Bags

IMG_6836

Eitt trend sem að verður bara heitara og heitara með hverjum deginum eru hinar svokölluðu mini bags. Það eru litlar töskur, sem líta út eins og smærri útgáfur af stærri töskum, og eru alveg ótrúlega hentugar! Ég er búin að sjá svona töskur út um allt á myndum á netinu og það er greinilegt að þetta trend verður áberandi í vor og sumar.

73b0509826e1d0be509bd8d3599b709f_fotor

Mér finnst lúkkið sem næst með svona litum, krúttlegum töskum svo ótrúlega flott, það er eitthvað við það! Svona töskur eru  í fullkomri stærð til að hafa með sér það allra nauðsynlegasta þegar maður fer út, og eru það litlar að þær þvælast ekkert fyrir, fullkomið ef þið spyrjið mig!

IMG_68860_fotor

Mini Bag úr Six Smáralind – 5.395kr

Ég nældi mér í eina ansi sæta smátösku (er það ekki bara ágætt íslenskt orð?) í Six í Smáralind í fyrradag. Þeir eru með nokkrar tegundir af virkilega fallegum töskum, og á svo ótrúlega flottu verði! Mín er svört, og með löngu bandi sem er hægt að festa við. Áferðin á henni er mjög svipuð og á saffiano leðrinu á Michael Kors töskunum, svona burstað leður. Ég er alveg að missa mig yfir henni og hún á eftir að verða mikið notuð á næstunni!

IMG_6923

IMG_6924

IMG_6926

xxx

5 Comments on “Að missa mig yfir: Mini Bags”

  1. Pingback: New In: Pastel Pink Mini Bag | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: