Að missa mig yfir: Mini Bags
Eitt trend sem að verður bara heitara og heitara með hverjum deginum eru hinar svokölluðu mini bags. Það eru litlar töskur, sem líta út eins og smærri útgáfur af stærri töskum, og eru alveg ótrúlega hentugar! Ég er búin að sjá svona töskur út um allt á myndum á netinu og það er greinilegt að þetta trend verður áberandi í vor og sumar.
Mér finnst lúkkið sem næst með svona litum, krúttlegum töskum svo ótrúlega flott, það er eitthvað við það! Svona töskur eru í fullkomri stærð til að hafa með sér það allra nauðsynlegasta þegar maður fer út, og eru það litlar að þær þvælast ekkert fyrir, fullkomið ef þið spyrjið mig!
Mini Bag úr Six Smáralind – 5.395kr
Ég nældi mér í eina ansi sæta smátösku (er það ekki bara ágætt íslenskt orð?) í Six í Smáralind í fyrradag. Þeir eru með nokkrar tegundir af virkilega fallegum töskum, og á svo ótrúlega flottu verði! Mín er svört, og með löngu bandi sem er hægt að festa við. Áferðin á henni er mjög svipuð og á saffiano leðrinu á Michael Kors töskunum, svona burstað leður. Ég er alveg að missa mig yfir henni og hún á eftir að verða mikið notuð á næstunni!
xxx
Einstaklega flott færsla! Mætti halda það hafi verið einhver pró ljósmyndari þarna á ferð 😉
LikeLike
heldur betur greinilega atvinnuljósmyndari þarna á ferð 😉
LikeLike
Rosalega flott taska, en mér finnst kápan þín æðisleg – hvaðan er hún? 🙂
LikeLike
takk fyrir það! hún er einmitt líka ný en ég keypti hana í HM úti 🙂
LikeLike
Pingback: New In: Pastel Pink Mini Bag | gyðadröfn