Confessions of a shopaholic Vol5.

Það verður að viðurkennast að kortið mitt er aldeilis búið að fá að finna fyrir því seinustu vikur..greyið er búið að vera í stöðugri notkun. Ég er búin að kaupa mér ýmislegt skemmtilegt og það er kominn tími á játningar kaupfíkilsins! Ég veit að mörgum finnst ekki gaman þegar ég skrifa um eitthvað sem fæst ekki í verslunum á Íslandi, svo ég ætla að skipta þessari færslu upp í tvennt, það sem er hægt að kaupa hér heima, og það sem fæst erlendis eða á Ebay (þar sem ég kaupi flest).

Í verslunum á Íslandi:

YSL Babydoll maskari í svörtu

IMG_6727

Það var kominn tími á að ég prófaði nýjann maskara, og ég ákvað að mig langaði að prófa einhvern frá YSL. Ég valdi þennan hér, Babydoll, því hann er með hárum úr gúmmí. Ég er orðin ótrúlega háð því að nota bursta með gúmmíhárum og finnst þeir vera langbestir.

IMG_6741

Burstinn á honum er langur og mjór, og á að greiða vel úr og taka öll litlu augnhárin og gerir þau sýnileg. Hann á líka að lyfta augnhárunum upp og gera augnsvipinn opnari..hljómar aldeilis vel. Ég er rétt byrjuð að prófa hann og er mjög ánægð, en mun örugglega segja ykkur frá honum aftur þegar ég er búin að prófa hann betur!

Mac Face and Body Foundation

IMG_6726

Ég er búin að heyra endalaust lof um þennan farða, bæði á netinu og frá öðrum stelpum, svo það var löngu kominn tími á að ég prófaði hann sjálf! Hann er frá Mac og fæst í Mac búðinni í Kringlunni. Ég keypti mér lit C4, en mig langaði að eiga þennan í örlítið dekkri tón en ég kaupi venjulega. Farðinn er water-based en líka vatnsheldur, og það er náttúruleg og mjög létt þekja í honum.

Mac Lipstick í litnum Brave

IMG_6708

Mac er búið að vera mikið í sviðsljósinu fyrir varalitina og blýantana sína, og ekki að ástæðulausu, það eru ekki margir sem gera varaliti betur en Mac! Eins og ég hef áður sagt ykkur er ég ekki mikið fyrir að nota áberandi varaliti í förðuninni minni, þó ég sé alltaf að reyna að breyta því. Ég valdi mér samt frekar plain lit í þetta skiptið, en hann heitir Brave, og ég var búin að rekast á hann á nokkrum netsíðum áður en ég keypti hann.

IMG_6766_fotor

Liturinn er alls ekki mjög áberandi, og er fullkominn fyrir mig. Hann er úr Satin finish línunni, sem þýðir að áferðin verður silkimjúk eins og satín. Rebel liturinn sem ég skrifaði um daginn, HÉR, er einmitt líka úr þeirri línu. Mig langaði að kaupa mér varablýant í litnum Soar við Brave litinn, en hann var uppseldur þegar ég fór í búðina, en ég held að hann muni fullkomna lúkkið!

Essie naglalakk í litnum Fiji

IMG_6697

Þetta naglalakk er svona mitt á milli flokkanna, því ég keypti það í Fríhöfninni hérna á Íslandi, en það fæst þó ekki fyrir utan hana. Essie naglalökkin eru algjört æði, og þeir eru með sérstaklega fallegt úrval af ljósum litum. Eins og þið vitið elska ég ljósa liti á neglurnar, og bara varð að fjárfesta í Fiji litnum, sem er ljósbleikur, með smá fjólubláum undirtón þegar hann er kominn á neglurnar. Ég hefði getað valið mér örugglega 10 ljósbleika, ljósbrúna eða ljósbláa en systir mín keypti sér alveg hvítt og ég þarf klárlega að fjárfesta í því næst. Það besta við Essie er flati burstinn sem er ótrúlega þægilegur í notkun, og svo þekja þau vel (þó þau séu í ljósum lit), og endast mjög lengi!

Það sem fæst erlendis og á Ebay

Age Rewind hyljari frá Maybelline í litnum Light (120)

IMG_6756

Þegar ég var að vinna fyrir Maybelline fyrir jólin, fékk ég endalaust mikið af spurningum um hvort við værum ekki með þennan hyljara hér á Íslandi. Hann er mjög umtalaður hjá hinum ýmsu förðunarbloggurum og vloggurum, og greinilega margir hér á landi sem hafa heyrt um hann. Ég pantaði mér hann á Ebay, og hann kostaði eitthvað undir 3000kr hingað kominn. Það erfiðasta var að vita hvaða lit ég ætti að taka, enda erfitt að velja farða án þess að prófa hann, en ég ákvað að veðja á nr. 120 sem heitir light, og held það hafi bara verið hið fullkomna val. Þessi hyljari er sérstaklega gerður til að nota undir augun, og hylur vel dökka bauga, auk þess sem formúlan, sem er unnin úr goji berjum og haloxyl, vinnur á að minnka þá. Þetta er því nokkurskonar baugastrokleður! Umbúðirnar líta meira segja út eins og strokleður, en toppurinn er mjúkur púðasvampur, þar sem formúlan kemur í gegn þegar maður skrúfar upp.

Fit Me Anti-shine Foundation Stick frá Maybelline

IMG_6709

Mér finnst Fit Me línan frá Maybelline alltaf svo girnileg, en hún fæst því miður ekki hérna á Íslandi. Ég er búin að eiga púðrið og hyljarann úr línunni lengi, en langaði til þess að prófa stiftfarðann næst. Hann er sérstaklega gerður til að minnka glansandi húð, og ég er mjög spennt fyrir honum! Ég keypti mér lit númer 130, en litirnir eru fjórir, og allir svona í dekkri kantinum, en Maybelline farðarnir eru alveg þekktir fyrir að vera yfirleitt aðeins dekkri en önnur merki.

IMG_6724

Í miðjunni á stiftinu er glær kjarni, sem inniheldur púðuragnir sem eru sérstaklega gerðar til að draga í sig auka fitu og minnka þessa glansandi áferð sem hún gefur. Áferðin verður því mött, og hentar vel fyrir þær sem eiga það til að glansa. Mér datt í hug að hann væri þægilegur til að hafa í töskunni, því ég fer oft að glansa á hökunni og enninu þegar líður á daginn.

Baby Lips Dr. Rescue

IMG_6683

Verandi mikill aðdáandi Baby Lips varð ég að næla mér í nýju tegundina, sem heitir Dr. Rescue. Það eru til nokkrir litir, en þar sem þessi fjólublái venjulegi er minn uppáhalds, tók ég Just Peachy, sem er svipaður á litinn, svona nude/ferskju glansandi.

IMG_6693

Þessi nýja tegund á að gefa ennþá meiri raka en þessar venjulegu, og innihalda fleiri virk innihaldsefni. Maybelline segir að á einum degi eigi varirnar að verða jafnari og mýkri, og eftir viku verði þær endurnýjaðar. Það verður gaman að láta reyna á það, en hann sómir sér allavega aldeilis vel í hirslunni hjá hinum!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: