5 uppáhalds í janúar!

Það eru örugglega margir fegnir að janúar sé að klárast, þó að ég sé reyndar ekki sammála. Mér finnst janúar alltaf svo frábær mánuður, þegar allir fara af stað inn í nýja árið með ný markmið af fullum krafti. Svo átti ég líka afmæli í janúar! En á móti kemur að nú byrja dagarnir að lengjast og sumarið er líka alveg að koma, er það ekki örugglega? En hér eru nokkrir hlutir sem voru í uppáhaldi í síðasta mánuði!

IMG_6295

Ég uppgötvaði nýtt fullkomið maskara combo í mánuðinum. Stundum finnst mér gaman að nota fleiri en einn maskara í einu, til að fá ‘the best of both worlds’. Þessir tveir, Million Lashes og So Couture frá L’oreal, eru búnir að vera í miklu uppáhaldi í sitthvorulagi lengi lengi, en ég hafði aldrei prófað að nota þá saman áður. Gyllti greiðir ótrúlega vel úr hárunum, og fjólublái gefur mér mjög góða lengd, svo saman eru þeir hið fullkomna combo sem greiðir vel úr og lætur augnhárin þannig virðast þykkri, og lengir! Ég nota fyrst þennan gyllta og greiði vel, og set svo næstu umferð með fjólubláa.

IMG_6647

Ég sagði ykkur frá nýju uppáhalds sjampói frá Aussie í Uppáhalds í nóvember færslunni. Mér finnst það gera hárið mitt extra umfangsmikið, en vantaði næringu sem passaði við. Einn yndislegur lesandi kommentaði undir hina færsluna að hún notaði línu frá Aussie sem fengist í krónunni og væri með svona fjólubláum tappa, svo ég skellti mér beint í Krónuna og keypti mér þessa næringu. Ég er búin að vera nota hana síðan og mér finnst hún vera fullkomin til að nota með hinu sjampóinu. Mér finnst ég fá miklu meira volume í hárið þegar ég nota hana, samanborið við aðrar næringar, sem mér finnst stundum gera fíngerða hárið mitt of mjúkt, svo það vill bara vera sleikt við hausinn minn. Ég nota reyndar aðra, meira nærandi næringu í endana, en set þessa upp frá endum og upp í rót. Ég tók eftir því þegar ég fór til útlanda um daginn og tók hana ekki með mér, hvað hún gerir mikið fyrir hárið mitt, því það varð allt öðruvísi og ekki nærri jafn umfangsmikið þegar ég notaði aðra hárnæringu. Það eina sem truflar mig við hana er lyktin, en það er einhver svona lavander lykt af henni sem mér finnst alls ekki góð (flestum finnst samt svona lykt alveg góð, ég læt ótrúlegustu lyktir pirra mig)..en ég læt mig samt hafa það fyrir umfangsmeira hár!

IMG_6278

Eitthvað sem ég er búin að eiga ótrúlega lengi ónotað inn í skáp, var Nutribronze stigmagnandi brúnkukremið frá L’oreal. Eftir mjög slæma ofnotkun á Dove brúnkukreminu á unglingsárunum, lagði ég ekki í að prófa þetta krem. Ég ýmindaði mér að ég yrði appelsínugul og flekkót eins og mér fannst svo smart að vera þá (við höfum örugglega allar tekið brúnkukrems tímabilið). En þegar ég lagði svo loksins í að prófa kom kremið virkilega skemmtilega á óvart, og það er sko komið í uppáhalds skúffuna! Það er einhvernveginn miklu þynnra en Dove kremið, og er eiginlega næstum því eins og gel. Það gerir það miklu þægilegra að bera á sig, og mér finnst liturinn verða alveg ótrúlega jafn og flottur þó ég sé ekkert að vanda mig að bera það á mig. Eins og ég hef áður talað um finnst mér óendanlega leiðinlegt að bera á mig líkamskrem, en þetta er svo fljótt að þorna og þægilegt í notkun að það sleppur alveg. Ég ber það bara á mig með höndunum, og þvæ þær svo eftir notkun. Ég set það ekki í andlitið, bara á líkamann, en þar sem ég hvortsem er yfirleitt frekar dekkri í andlitinu en á bringunni til dæmis, er það alltílagi og það sést enginn munur þegar ég er búin að bera á mig farða. Liturinn er ótrúlega frísklegur, og meira gylltur en appelsínugulur. Ég set það á mig eftir sturtu kannski 2-3 daga í röð til bað byggja upp litinn, og gef því svo smá frí í kannski svona viku, eða þangað til mér finnst ég þurfa aftur smá lit. Mæli með!

IMG_6116

Andlitsskrúbburinn frá St. Ives sem ég skrifaði lengri færslu um HÉR, var í mikilli notkun í mánuðinum. Hann er alveg ótrúlega frábær og hreinsar húðina svo vel..elska hann!

IMG_6353

Beautyblender förðunarsvampurinn verður eiginlega að vera á þessum lista líka! Ég prófaði hann í fyrsta skipti í janúar og er yfir mig ástfanginn. Hann er frábær og ég mæli svo sannarlega með að prófa. ítarlegri færsla var HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: