Ég elska: Skin Perfection frá L’oreal

Seinustu mánuði er ég búin að vera að prófa Skin Perfection línuna frá L’oreal, en ég ákvað að skipta úr Nutri Gold (líka frá L’oreal) þegar þessi bleika kom til landsins. Ég er ótrúlega hrifin og byrjaði að sjá mun á áferðinni á húðinni minni eftir nokkrar vikur. Línan samanstendur af augnkremi, þreytubana fyrir andlitið, serumi og andlitskremi. Ég hef áður skrifað um augnkremið og þreytubanann, HÉR, en vildi prófa kremið lengur áður en ég segði ykkur frá.

IMG_1193

Skin Perfection línan er ætluð fyrir konur á tvítugs og þrítugsaldri, semsagt þær sem vilja aðeins meira en venjuleg rakakrem, en eru ekki komin yfir í virku kremin. Ég fagna því alltaf þegar snyrtivörumerki setja á markað kremlínur fyrir þennan aldurshóp, því mér finnst hann oft gleymast. Þó að þessi aldur þurfi ekki endilega vörn gegn hrukkum, er ýmislegt eins og stress, þreyta og lífstílsþættir sem hafa áhrif á húðina. Andlitskremið er 24 stunda, svo það er ekki sérstakt næturkrem í línunni. Eins og þið sjáið eru umbúðirnar fallega bleikar og munstrið á kassanum eru pixlar, en húðin á að verða “pixel perfect”, eða með fullkomna áferð eftir notkun. Virka efnið í kreminu er Periline-P, sem er plöntuextract sem á að minnka svitaholurnar.

IMG_1200

Kremið er fullkomlega þykkt, og alls ekki of feitt. Mér finnst reyndar áferðin næstum því vera gelkennd, en kremið er samt mjög ríkt af raka. Fyrir mig voru pínu viðbrigði að skipta úr olíulínunni, sem ég var að nota HÉR, og fyrst fannst mér kremið ekki alveg nógu feitt fyrir mig. Ég ákvað samt að gefa því nokkrar vikur og eftir smá tíma var húðin mín búin að aðlagast, og núna finnst mér dásamlegt að smyrja því yfir andlitið á kvöldin og morgnana.

IMG_1204

En það sem er eiginlega ennþá betra en kremið, er serumið í línunni. Ég var búin að prófa það áður, en ég tók það með mér heim frá Bretlandi einhverntímann, en þá með öðru dagkremi. Í seruminu er sama virka efni og í kreminu, Periline-P, en L’oreal bætti líka við hinu víðfræga LR 2412. Þeir sem kannast við Visionnare línuna frá Lancome, ættu að kannast við efnið, en þetta er sama virka efni og í þeirri línu. L’oreal er með einkaleyfi á LR 2412 (þeir eiga Lancome), en það er unnið úr Jasmín plöntunni, og hefur örvandi áhrif á efnaskipti húðarinnar. Það styrkir húðina, hjálpar uppbyggingu hennar, gefur henni meiri teygjanleika og minnkar svitaholur. Með því að sameina þessi tvö virku efni verður til þetta ofur-serum sem ég mæli svo sannarlega með að prófa! Áður en ég kæfi ykkur með innihaldslýsingum verð ég líka að minnast á lyktina af því, en lykt af kremum skiptir mig mjög miklu máli. Lyktin af þessu serumi er frekar sérstök og það er eiginlega ekki hægt að lýsa henni, en hún er alls ekki sterk (eiginlega bara mjög mild) og ég algjörlega elska hana!

IMG_1025

Eftir að vera búin að prófa línuna í nokkra mánuði finnst mér ég sannarlega sjá mun, og þá sérstaklega á svitaholunum. Ég nota serumið og kremið á kvöldin, en yfirleitt bara kremið á morgnanna. Svo nota ég augnkremið á hverjum degi, og þreytubanann þegar ég þarf. Það allra besta er að línan er sko alls ekki dýr, en samt er maður að fá sömu virku efni og í dýrari línum. Kremin fást í Hagkaup og apótekum og ég mæli með að kíkja og prófa!

xxx

1 Comments on “Ég elska: Skin Perfection frá L’oreal”

  1. Pingback: Ég mæli með: Augnkreminu frá Urtasmiðjunni | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: