Að missa mig yfir: Beautyblender
Í tilefni þess að hinn upprunalegi Beautyblender er kominn til Íslands, finnst mér tilvalið að skella í færslu og segja ykkur aðeins frá honum. Þetta er förðunarsvampurinn sem allir hafa verið að missa sig yfir síðan hann kom, og ekki að ástæðulausu! Ég var reyndar að hugsa um að gera færslu þar sem ég ber saman Miracle Complexion svampinn frá Real Techniques og Beautyblender, þar sem þetta eru vörur sem hafa svipaðann tilgang.
Svampurinn er búinn að vera á markaðnum í einhvern tíma, en hefur ekki verið fáanlegur á Íslandi fyrr en núna. Ef ykkur langar að eignast svampinn mæli ég með því að hafa samband við þær á Beautyblender á Íslandi og fá að kíkja til þeirra. Það komu fjórar tegundir, þessi upprunalegi bleiki, svartur, hvítur, og svo minni tegundir sem eru grænar á litinn. Ég nældi mér í þennan bleika en á sko pottþétt eftir að kaupa mér hina líka, og þá sérstaklega þessu grænu sem henta vel undir augu og til að gera smáatriði í andlistförðun.
Svampurinn er dropalaga með odd á endanum, og svo er hann flatur að neðan. Áður en hann er notaður er hann settur undir kranann og bleyttur, en svo kreistur vel og þurrkaður létt með handklæði áður en hann er notaður í farða. Það sem mér finnst vera aðalmálið við þennan svamp, er hvað hann er mjúkur, og alveg skoppar á andlitinu þegar maður ber farðann á. Oddurinn er alveg fullkominn til að bera farða undir augun, og gerir manni kleift að ná í alla króka og kima. Flati parturinn á hinum endanum er sniðugur til að dúmpa farða á stærri svæði, eins og ennið.
Áferðin sem næst með svampinum er algjörlega æðisleg. Hér er ég bara búin að bera á mig farða með svampinum, og er ekki með púður eða neitt annað yfir. Ég er að nota True Match farðann minn frá L’oreal, sem hentar alveg einstaklega vel með Beautyblendernum. Ég dýrka hvað maður nær jafnri, og léttri áferð, sem er eiginlega svona hálfgegnsæ eða luminous (veit ekki alveg hvaða góða íslenska orð ég get notað yfir það). Ég mæli hiklaust með að næla sér í eitt stykki og prófa!
Annars er að fara af stað ótrúlega spennandi leikur á næstu dögum, svo ég mæli með að fylgjast vel með blogginu!
xxx
Pingback: 5 uppáhalds í janúar! | gyðadröfn