Að missa mig yfir: Rose hip frá Barry M!

IMG_6348

Vinkona mín kom heim með alveg ótrúlega fallegt naglalakk úr River Island um daginn, en það er úr Gelly naglalakkalínunni frá Barry M. Liturinn heitir Rose hip og er fullkomlega ljósbleikur. Ég elska ljós naglalökk, og sérstaklega eins og þessi sem eru þekjandi og maður þarf bara 2 umferðir til að þau verði falleg. Oft er það nefnilega vandamál með þau sem eru ljós, að þau eru þunn og erfitt að fá þekjandi áferð.

a1b7ccf53669bcf262a4cd20c07537f9_1024x1024

Eftir að ég prófaði naglalakkið hjá henni fór ég að athuga hvort það fengist hérna á Íslandi, og komst að því að það er til inn á netversluninni Fotia.is. Þar er meirasegja hægt að kaupa pakka með þrem tegundum af pastel litum sem er þessi ljósbleiki, ljósgrænn og ljósblár. Ég ætla næla mér í þennan pakka við fyrsta tækifæri því ég elska þetta bleika, og langar mikið að prófa hina litina.

IMG_6319

Liturinn minnir mig mest á eitt af mínum uppáhalds naglalökkum, City of Angels litnum frá Lauren B sem ég keypti mér HÉR. Það er þó aðeins meiri glans í þessum lit og hann er alveg ótrúlega flottur! Burstinn er mjög mjór og auðveldur í notkun, en það passar akkúrat að strjúka þrisvar yfir nöglina til að þekja hana alla. Ef að þið elskið ljós naglalökk eins og ég er þetta klárlega must buy!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: