Dagbókin: Matardagbók seinustu viku

Jæja ég held að það sé alveg komin tími á að vekja dagbókina aftur til lífsins! Í þessari viku langar mig að sýna ykkur það sem ég er að borða svona dagsdaglega, og ég tók mynd af mismunandi máltíðum á hverjum degi.

Mánudagur

IMG_0032

Morgunmatur – Prótein hafragrautur: Ég byrja langflesta morgna á þessum morgunmat! Þetta er próteinhafragrautur gerður úr 50gr af höfrum, og 20gr af próteindufti. Ég nota casein prótein frá ON með vanillubragði, og það er það besta sem ég veit með höfrunum, plús að ég fæ aldrei leið á þessu bragði! Ég set alltaf lítið vatn svo grauturinn verður þykkur, en ég elda grautinn þangað til að hann er tilbúinn, og bæti svo próteininu við í endann og leyfi honum að malla með því í svona 1-2 mínútur. Ég set svo grautinn í skál og dreifi svo smá Sukrin Gold yfir, en það er sykurlaus sæta sem er eins og púðursykur. Ég leyfi honum að bráðna aðeins áður en ég borða grautinn, dásamlegt!

Þriðjudagur

IMG_0030

Millimál – Sítrónu skyrkaka: Þessi skyrkaka er búin að vera í uppáhaldi lengi, en ég gerði uppskriftina fyrst þegar ég var í keppnisundirbúningu í fyrra. Í henni er 1/2-1 Weetabix kubbur í botninum, og svo er kakan sjálf 1 lítil dós af vanilluskyri, 10gr af sítrónupróteini (frá Nectar, kaupi í litlum pokum), safi úr 1/4 af sítrónu, og nokkrir dropar af sítrónu stevíu. Ég myl niður weetabix kubb og þjappa honum í botninn með smá vatni eða mjólk, og blanda svo öllu hinu saman og dreifi ofan á.

IMG_0031

Ég bý hana yfirleitt til daginn áður og á í ískápnum til að borða daginn eftir.

Miðvikudagur

IMG_6155

Hádegismatur – Djús og samloka á Lemon: Eitthvað sem ég borða mjög oft í hádeginu er djús og samloka á Lemon á Suðurlandsbraut. Ég hef oftast fengið mér Pescado samloku en uppáhaldið þessa dagana er Spicy chicken, og í þetta skiptið fékk ég mér Django djús með, en Good times er samt alltaf í uppáhaldi.

Fimmtudagur

IMG_0046

Millimál – Poppkex með hnetusmjöri og banana og Hámark með kaffi/karamellu: Uppáhalds combóið þessa dagana er poppkex með hnetusmjöri og banana, og ég er búin að borða það á hverjum degi í þessari viku, fæ ekki nóg! Með því fékk ég mér Hámark með kaffi og karamellubragði, sem mér finnst vera langbesta bragðið.

Laugardagur

IMG_0052

Kvöldmatur – Kínóa salat: Þessa salat uppskrift fann ég í sumar, og er búin að gera hana ótrúlega oft síðan, og hún er allra mesta uppáhaldið. Hana er að finna á Ljomandi.is, og ég mæli svo sannarlega með að prófa!

xxx

5 Comments on “Dagbókin: Matardagbók seinustu viku”

  1. Má ég vera plebbi og spyrja hvort þú færð þeir heila eða hálfa samloku á Lemon í hádegismat? 🙂 og þar sem þú virðist vera með svo mikið á hreinu í matnum, hefuru eitthvað ca. reiknað kaloríurnar í Lemon samlokum?

    Fyrirfram takk fyrir svarið!

    Like

    • ég fæ mér oftast hálfa samloku ef ég fæ mér djús með, finnst heil alveg svona í það mesta í hádegismat, en fæ mér samt alveg stundum ef ég er mjög svöng 🙂 En ég veit ekki nákvæma kaloríutölu fyrir þær og hef ekki reiknað hana út, en ég reikna alltaf með því sjálf að hálf sé sirka 250 og heil 500kkal, það gæti samt alveg verið rúmlega áætlað 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: