Uppskrift: Rjómaostakrem og afmælisveisla

Það er alltaf svo gaman að eiga afmæli! Í gær var afmælisdagurinn minn og ég átti alveg ofboðslega góðann dag. Mamma gaf mér Nutribullet blandara sem er búinn að vera lengi á óskalistanum, enda var ég alltaf að stela hennar þegar ég bjó heima. Hann á sko eftir að vera mikið notaður og ég hlakka til að sýna ykkur allskonar sem ég geri með honum! Um kvöldið bauð ég vinkonum mínum í smá matarboð í tilefni dagsins, og bakaði svo gulrótarköku bollakökur með rjómaostakremi fyrir eftirréttinn. Ég hafði lítinn tíma svo þessu var öllu skellt saman, en þær brögðuðust algjörlega dásamlega og kremið var himneskt!

IMG_0049

Við byrjuðum á að fá okkur sushi og hvítvín, sem er örugglega eitt það besta sem ég veit. Ég lagði á borðið og notaði langa kertadiska sem ég átti úr Ikea undir sushiið, og það kom bara mjög vel út. Svo spurði vinkona mín hvort litlu ljósu skálaranar ofan á svörtu diskunum væru sér sushi skálar, en raunin er að þetta eru undirskálar sem fylgdu með kaffibollum úr Ikea (eins og þessum hér), en það vill svo til að þær henta alveg fullkomlega undir sojasósuna til að dýfa svo sushi bitum í!

IMG_6249

Sushiið var frá Tokyo Sushi í Glæsibæ, og hvítvínið var svo kalt að það kom móða á glasið..fullkomið!

IMG_6197

En aftur að bollakökunum og kreminu. Eins og ég sagði þá hafði ég lítinn tíma svo ég keypti tilbúið gulrótarkökumix frá vinkonu minni Betty fyrir kökurnar. Ég keypti reyndar amerísku útgáfuna, sem fæst í Kost Dalvegi, og er aðeins öðruvísi en sú sem fæst í venjulegum matvörubúðum frá Betty Crocker, mæli með að prófa hana! Ég var ekki með neina uppskrift af kreminu, en keypti það sem ég hélt að ætti að vera í því, og setti svo bara eitthvað í skál og hrærði saman. Það heppnaðist alveg fullkomlega, og ég vona að hlutföllinn sem ég gef upp í uppskriftinni séu sirka rétt! Ég set alltaf stórann skammt af kremi á hverja köku og uppskriftin er fyrir svona 10-12 bollakökur, og gerir ráð fyrir smá afgang handa gráðugum bakara, er það ekki must?

IMG_6250

Krem fyrir 10-12 bollakökur:

250g Mascarpone rjómaostur

75gr Smjör (mjúkt)

300g Flórsykur (sirka)

Ég byrjaði á að hræra vel saman með handþeytara (örugglega betra að nota hrærivél) rjómaost og smjör, í sirka 2-3 mínútur. Næst bætti ég flórsykri út í smátt og smátt, og hrærði vel á milli. Þegar allur sykurinn er kominn út í hrærði ég vel þangað til allt var kekkjalaust og áferðin falleg. Kremið varð frekar þykkt í endann, og ég var svo hrædd um að bræða úr handþeytaranum mínum að ég notaði venjulegann písk í endann og pískaði allt vel saman. Kremið er dásamlegt á gulrótarköku eða hvaða aðra köku sem þið viljið, eða bara eitt og sér..(ekki það að ég hafi prófað að borða það svoleiðis upp úr skálinni).

xxx

1 Comments on “Uppskrift: Rjómaostakrem og afmælisveisla”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: