Ég mæli með: Djúsbók Lemon!

IMG_6151

Einn af mínum allra uppáhalds stöðum til að fara að borða í Reykjavík er djús og samlokustaðurinn Lemon, sem er á Suðurlandsbraut og Laugaveginum. Ég er orðinn fastagestur á Suðurlandsbraut og nýti hvert tækifæri til að fara og fá mér djús og samloku! Nýlega gáfu þeir út ótrúlega spennandi bók, og ég er alveg að elska hana!

EP-150109107

Ég og Arna vinkona mín skelltum okkur í útgáfupartý bókarinnar á Lemon, og fengum okkur ferskan djús í leiðinni. Við vorum heldur betur hrifnar af bókinni sem inniheldur fullt af skemmtilegum djúsuppskriftum.

IMG_6139

Í bókinni eru uppskriftir af fjórum mismunandi tegundum af djúsum eða þeytingum, þykkum ávaxtadjúsum, venjulegum ávaxtadjúsum, djúsum með ávöxtum og grænmeti og svo skyrþeytingum. Bókin er virkilega falleg og í þægilegri stærð til að hafa í eldhúsinu. Það er ótrúlega gaman að fletta í gegnum hana og skoða allar fjölbreyttu uppskriftirnar og fallegu myndirnar, og fyrir þá sem eru að spá í safakúr, er fullt af skemmtilegum uppskriftum til að fara eftir í þessari bók.

IMG_6140

Eitt af því skemmtilegasta við bókina eru svona staðreyndir sem tengjast innihaldsefni djúsanna og eru á undan hverjum flokki. Þar koma fram allskonar skemmtilegar upplýsingar sem maður kannski vissi ekki um innihald djúsanna sem maður er að drekka!

IMG_6142

Mitt allra mesta uppáhald á Lemon er djúsinn sem heitir Good Times, en ég held ég bara geti ekki fengið nóg af honum! Það er kannski ekki skrítið því hann inniheldur uppáhaldið mitt, avocado, ásamt epli, sítrónu og engifer. Ég fæ mér hann örugglega að minnsta kosti einu sinni í viku og trúi því að þetta sé kraftaverkadjús, mæli með honum!

Ég mæli með að kíkja á Lemon og svo að næla sér í bókina, sem fæst í flestum verslunum!

xxx

1 Comments on “Ég mæli með: Djúsbók Lemon!”

  1. Pingback: Djúsbók Lemon « Forlagið – vefverslun

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: