Ég elska: St. Ives Andlitsskrúbbinn
Þegar ég kom heim eftir jólin tók ég eftir því að húðin mín var að eiga sérstaklega slæma daga, mjög líklega eftir þessi kíló af súkkulaði sem ég innbyrti í fríinu. Ég fór að leita í skápunum mínum af einhverju sem gæti bjargað mér, og rakst þá á þennann skrúbb og mundi að ég hafði aldrei bloggað um hann, svo það er tilvalið að bæta úr því!
Merkið heitir St. Ives og er alveg ótrúlega spennandi að mínu mati. Þeir eru með allskonar húðlínur með náttúrulegum innihaldsefnum, en ég hef bara rekist á andlitsskrúbbana frá þeim hér á landi. Ég keypti minn reyndar út í Bretlandi þegar ég var þar á seinasta ári, en hann er í svona krúttlegri lítilli ferðapakkningu. Ég elska að kaupa svona ferðapakkningar svo ég geti keypt sem flestar tegundir og prófað. Mér líkar best við þennan hér, sem er með apríkósukjörnum, og hann fæst til dæmis í Hagkaup (er mjög ódýr)! Það sem að er skemmtilegt er að vörurnar frá merkinu innihalda mikið af náttúrulegum innihaldsefnum, og aðal innihaldið í þessum hér eru muldir apríkósukjarnar sem hreinsa húðina alveg ótrúlega vel.
Skrúbburinn sjálfur er kremaður, og kornin í honum frekar gróf. Hann er algjört æði og hreinsar alveg ofsalega vel! Hann er olíulaus, og þó að ég sé alls ekki á móti olíum í hreinsum (þvert á móti) veit ég að margir velja frekar þessa olíulausu. Skrúbburinn hentar alveg ótrúlega vel fyrir óhreina húð og feita húð sem þarfnast góðrar hreinsunar. Hann er alveg búin að bjarga mér eftir jólin, og húðin mín er eins og ný eftir að ég byrjaði að nota hann aftur! Mér finnst líka lyktin af honum góð, og svo finnst mér alltaf svo gaman að nota eitthvað með náttúrulegum innihaldsefnum, og apríkósa gefur húðinni fallegt litarhaft.
xxx
Hæhæ – takk fyrir skemmtileg blogg 🙂
Hvað notaru þennan skrúbb oft í viku? (var að panta mér svona) 🙂
LikeLike
hæhæ og takk fyrir að lesa! 🙂 en ég nota hann svona 2-3x í viku, og svo nota ég venjulega hreinsa inn á milli 🙂
LikeLike
Pingback: 5 uppáhalds í janúar! | gyðadröfn
Pingback: Ég mæli með: St. Ives Exfoliating Pads | gyðadröfn