Að missa mig yfir: Spring/summer 2015 frá Bloomingville

Eitt af mínum uppáhalds merkjum fyrir heimilið er danska merkið Bloomingville, sem var stofnað árið 2000. Vörurnar frá þeim eru til dæmis seldar í Húsgagnahöllinni og eru hver öðrum fallegri. Merkið er með ýmsa smáhluti og aukahluti fyrir heimilið og mér finnst sumarlínan þeirra fyrir árið 2015 alveg sérstaklega fallegt! Ég kíkti yfir bæklinginn þeirra, en hann má lesa í heild sinni HÉR, og langar að sýna ykkur nokkrar myndir sem mér finnst fallegar! Ég tók eftir því þegar ég var að fletta bæklingnum að það hefur greinilega heltekið mig eitthvað gullæði, því nánast allt það sem ég stoppaði og krossaði við að mig langaði í er gyllt á litinn. Ég held að gylltir aukahlutir fyrir heimilið verði áberandi í ár og vinir mínir hjá Bloomingdale virðast vera sammála!

1

Ohh mig langar í allt á þessari mynd. Sérstaklega er ég hrifin af gyllta vasanum og bleiku myndinni í svarta rammanum, og bekkurinn er líka virkilega fallegur.

2

Stóru stafirnir væru alveg til að taka gullæðið mitt á næsta stig, og ég væri alveg til að hafa þá á góðum stað.

3

Ég dýrka þetta borð, og líka glasið með gylltu þríhyrningunum sem stendur á því!

4

Annað gyllt borð sem ég er ástfangin af, og glasið með gylltu þríhyrningunum bara verð ég að eignast. Kemur líka ótrúlega vel út með þessum ljósbleika lit sem er svo sannarlega í miklu magni heima hjá mér.

5

Mér finnst baðlínan sérstaklega flott, og gyllti sápuskammtarinn er kominn á óskalistann.

6

Virkilega fallegar krúsir í eldhúsið!

7

Fleiri fallegir hlutir fyrir eldhúsið, ljósbleiki ferkantaði bakkinn finnst mér æðislegur.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: