Uppskrift: Sætkartöflu kjúklingasúpa

Ég var að renna yfir nokkrar uppskriftir af hollum mat sem ég á hjá mér, og rakst á þessa uppskrift af kjúklingasúpu sem ég eldaði oft þegar ég var seinast í keppnisundirbúningi. Súpan er alveg ótrúlega holl og góð, og stútfull af góðum næringarefnum. Hún er líka mjög saðsöm og áferðin er mjúk, fullkomin á köldum vetrarkvöldum! Ég hef áður deilt henni en ekki hérna á blogginu svo ég ákvað að setja hana hér! Uppskriftin er alls ekki flókin, en það þarf smá undirbúning.

xIMG_4467

Þú þarft:

2-3 kjúklingabringur

1 miðlungs stór sæt kartafla

5 gulrætur

Góður bútur af engifer

1 miðlungsstór laukur

1/2 rauður chili

1 kjúklingateningur

3 bollar heitt vatn

Salt og pipar

Ég byrja á að búa til kjúklingasoð, með því að leysa teninginn upp í vatninu. Á meðan hann leysist upp sker ég sætu kartöfluna í ferninga, gulræturnar í bita, og ríf eða sker engiferið smátt. Næst sker ég laukinn og chilíið, og hita smá olíu í botninum á stórum potti. Þegar olían er heit set ég laukinn og chillíið ofan í og elda þar til laukurinn er orðinn mjúkur, sirka 2-3 mínútur. Ef að laukurinn festist við botninn er gott að setja smá vatn samanvið. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur helli ég kjúklingasoðinu út í pottinn, og bæti svo við sætu kartöflunni, gulrótunum og engifer. Þá bíð ég þar til suðan kemur upp, lækka svo undir pottinum og leyfi því að sjóða í um 15 mínútur, þar til það er orðið mjúkt. Á meðan grænmetið eldast sker ég niður kjúklingabringurnar og steiki á pönnu þar til þær eru nánast eldaðar í gegn. Þegar grænmetið er tilbúið tek ég pottinn af hellunni, og sigta grænmetið frá soðinu. Þá set ég grænmetið í blandara eða matvinnsluvél og mauka það, og bæti soðinu við eftir þörfum. Þegar ég er búin að mauka grænmetið helli ég öllu aftur í pottinn, ásamt soðinu sem var eftir, og bæti við kjúklingnum og leyfi að malla í 5 mínútur. Smakkið svo til með salti og pipar!

Ég bar súpuna mína fram með doppu af grískri jógúrt ofaná, og fullt af fersku kóríander. Svo bjó ég til blómkálstortillu sem ég dýfði ofan í, en ég mun setja uppskriftina af henni mjög fljótlega!

xxx

2 Comments on “Uppskrift: Sætkartöflu kjúklingasúpa”

  1. Pingback: Uppskrift: Blómkálspizza og blómkálstortilla | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: