Ég um mig: Áramótaheitin mín

Ég var alveg svona á báðu áttum hvort ég ætti að setja þessa færslu hér inn, því mér finnst áramótaheitin mín vera svo persónuleg eitthvað. En svo ákvað ég bara að það væri bara gaman að deila þeim með fleirum en sjálfri mér, og líka gott fyrir mig að hafa þau hér svo ég gleymi þeim ekki! En allavega, ég setti mér niður nokkur “áramótaheit”, bara eitthvað svona sem mig langar að hafa í huga þegar ég fer inn í nýja árið. Það er svo gott að skrifa markmiðin sín niður og hafa þau fyrir framan sig, og eins og ég hef áður sagt ykkur frá set ég allt á post-it miða. Það besta sem ég veit til að koma hlutum í framkvæmd er að skrifa þá niður og hafa þá fyrir framan sig, ótrúlegt hvað það breytir miklu! En hér eru nokkrir hlutir sem ég ætla að gera eða hafa í huga á þessu nýja ári:

IMG_6004

Fyrsti hluturinn er eitthvað sem er búið að sitja á hakanum alltof lengi. Stundum er það þannig að ef maður gerir ekki eitthvað strax þá gerist það aldrei. Þegar ég flutti setti ég snyrtidótið mitt og aðstöðuna upp bara til bráðabirgða, en svo hefur ekkert gerst síðan. En ég er nú þegar byrjuð að vinna í þessu áramótaheiti, og er í þessum töluðu orðum sveitt að setja saman Ikea húsgögnin sem ég keypti til að gera mér nýja snyrtiaðstöðu. Mikið ofboðslega hlakkar mig til að sýna ykkur myndir þegar allt er tilbúið!

IMG_6006

Eitt af því allra mikilvægasta sem við eigum eru minningar! En það er svo ótrúlega auðvelt að gleyma þeim í dagsins önn og svo bara gleyma þeim alveg. Ég ætla að vera duglegri að taka myndir til að geyma minningar, og svo var systir hennar mömmu með alveg frábæra leið til að geyma minningar sem ég ætla að nota á þessu ári! Þau búa til svona minningakrukku, og þegar eitthvað gerist skrifar maður það á lítinn miða og setur í krukkuna. Svo á áramótunum setjast allir niður saman og skoða hvað kemur uppúr krukkunni. Þetta er ótrúlega skemmtileg leið til að muna hvað hefur gerst á árinu og ég hlakka til að skoða mína krukku næstu áramót!

IMG_6009

Ég er alltaf frekar dugleg að mæta í ræktina og finnst það nauðsynlegur partur af deginum. Ég elska að fara í hot yoga, en á það til að gleyma því hvað mér finnst æðislegt að fara. Þar næ ég alveg endalaust góðri slökun og næ að komast í burtu frá öllu, auk þess sem ég næ að teygja ótrúlega vel á vöðvunum mínum. Í ár ætla ég að vera extra dugleg að fara í tímana, sem ég held að eigi eftir að skila sér fyrir líkamann minn!

IMG_6008

Stundum..á ég það til að setja skólann minn aðeins of aftarlega í forgangsröðina. Ég er í háskólanámi sem að krefst mikillar vinnu og fyrir mér er alveg ótrúlega mikilvægt að standa mig vel í skólanum. Svo í ár ætla ég að passa að ýta ekki skólanum aftast í röðina eins og stundum hefur gerst, því þar vil ég standa mig vel!

IMG_6007

Eitt af því sem ég á til að gleyma að huga að, er að eyða meiri tíma með vinkonum mínum og styrkja þau bönd. Ég er svo oft eitthvað ein að dunda mér, en í ár langar mig að vera duglegri að gera skemmtilega hluti með yndislegu vinkonum mínum. Það er svo mikilvægt að muna að samböndum þarf að halda við, og þau koma ekki alltaf að sjálfum sér!

IMG_6010

Ég las svo ótrúlega skemmtilegt blogg um networking um daginn HÉR, og það fékk mig til að hugsa mikið um hvað það er mikilvægt að mynda sér gott tengslanet! Upp á allt sem maður gerir er alltaf gott að hafa tengsl við aðrar manneskjur og geta fengið hjálp eða stuðning við það sem maður er að gera. Gott tengslanet kemur ekki af sjálfum sér og í ár ætla ég að vinna að því að gera mitt ennþá betra!

Ég mæli með að allir skrifi niður nokkur atriði sem þeim langar að hafa í huga á þesu ári, það þarf alls ekkert að vera merkilegt og það þarf heldur ekki að vera fyrir neinn annan til að sjá. Það hjálpar svo ótrúlega mikið til þess að ná þeim markmiðum sem maður vill ná!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: