Uppskrift: Avocado Toast
Eins og þið vitið þá elska ég avocado..bara elska það. Ég borða það á hverjum degi og það er nánast sama í hvaða formi það er, mér finnst það allt gott. Eitt af því sem mér finnst ótrúlega gott að fá mér er ristað brauð með stöppuðu avocado, og svo bæti ég smá við það til að gera það alveg extra gott!
Ég nota:
1 brauðsneið
1/2 avocado
Safa úr 1/4 sítrónu
Sirka 1tsk. Ólívuolíu
Flögusalt
Ég byrja á að rista brauðið, og sker avocadoið og sítrónuna á meðan. Svo set ég avocado beint á brauðið og stappa það þar, og kreisti svo sítrónuna yfir. Næst set ég smávegis ólívuolíu yfir brauðið og strái flögusalti yfir í lokin.
Þetta er eitt það allra besta sem ég fæ þessa dagana! Mér finnst langbest að nota mjög gróft brauð, og hér er ég að nota lágkolvetnabrauð sem ég keypti í Bónus, og það var ofboðslega gott. Sítrónusafinn og ólívuolían lyfta þessu venjulega ristaða brauði með avocado upp á næsta þrep, og bragðsamsetningin er dásamleg. Passið að nota bara örlítið af ólívuolíunni, það er ekki gott ef maður setur of mikið, því avocadoið sjálft er mjög feitt. Mæli eindregið með að prófa!
xxx