5 uppáhalds í desember!

Þá er komið að því að jólafríið klárist og janúar taki við! Ég er sko aldeilis búin að hafa það gott og rúmlega það, en eins yndislegt og það er búið að vera hérna á Akureyri, þá verður líka gott að komast aftur í borgina í rútínuna mína. Ég á samt klárlega eftir að sakna myndavélarinnar sem mamma gaf pabba mínum í jólagjöf, en ég er búin að stela henni örugglega á hverjum degi til að taka myndir fyrir bloggið..fer klárlega að koma tími á að ég fjárfesti í minni eigin! En til að loka desember og jólafríinu ætla ég að sýna ykkur 5 vörur sem voru í uppáhaldi í seinasta mánuði.

IMG_0917

Um daginn komu tvær nýjar tegundir af EOS varasölvunum, blár með vanillu og mintu, og þessi bleiki með kókosmjólk. Ég elska svona náttúrulegar lyktir eins og vanillu og kókos, svo þessi er búinn að vera í miklu uppáhaldi. Svo finnst mér umbúðirnar líka sérstaklega fallegar, og þægilegt að finna hann í töskunni.

IMG_0908

Í desember greip ég sérstaklega oft í Cover Stick hyljarann sem ég er búin að eiga lengi frá Maybelline. Þetta er kremkenndur hyljari, sem kemur í svona umbúðum eins og varalitur, sem er hægt að skrúfa upp. Það er ótrúlega þægilegt að bera hann á sig og hann hylur mjög vel. Ég er að nota ljósari litinn, sem er númer 01 og heitir Ivory. Ég var alltaf með hann í töskunni og skellti honum oft undir augun þegar desemberþreytan fór að segja til sín, og hann bjargaði mér alveg!

IMG_0897

Ég fékk mér þetta handspritt frá Crabtree & Evelyn með uppáhalds lyktinni minni, sítrónu, hunang og kóríander, í byrjun mánaðarins. Ég er alls ekki svona bakteríufrík, en ég elska samt að hafa svona sótthreinsandi gel í töskunni og bera á hendurnar yfir daginn. Svo er það líka mýkjandi og lyktin er allra mesta uppáhald!

IMG_4987

Freyðibaðið sem ég keypti mér í Body Shop með vanillulyktinni úr jólalínunni var í mjög miklu uppáhaldi. Ég notaði það ekki bara sem freyðibað heldur líka bara sem sturtusápu. Þá notaði ég spaðann til að setja það í sturtudúskinn minn sem ég nota til að þvo mér. Lyktin er bara aðeins of góð, og þar sem ég gleymdi alltaf að fara og kaupa mér sturtusápuna líka notaði ég bara freyðibaðið í staðinn, og maður verður líka ótrúlega mjúkur af því. Það er á útsölu núna og ég mæli sko alveg með að fara og næla sér í, því það þarf alls ekkert að vera bara fyrir jólin ef manni finnst vanillulykt góð!

IMG_0900

Ég hef örugglega aldrei á ævi minni notað jafn mikið gerviaugnhár og í desember! Kannski afþví ég kynntist augnhárunum frá Tanyu Burr í upphafi mánaðarins, og var að prófa mig áfram með þau allann mánuðinn. Þau sem komu mér mest á óvart, og þau sem ég notaði allra mest, voru stöku augnhárin, sem koma í þrem lengdum í pakkanum. Ég er alveg týpan í að dunda mér að raða þeim á augnlokin, og það er mjög auðvelt að nota þau, og útlitið verður ennþá náttúrulegra en með lengjum. Ég notaði þau daglega í vinnunni, og svo bara hversdags, en ég elska að þurfa ekki að nota alveg jafn mikinn maskara og venjulega en vera samt með ótrúlega löng og náttúruleg augnhár.

IMG_0029

Hér er ég að nota stöku augnhárin, og eins og þið sjáið eru þau ofsalega löng og falleg, en samt mjög náttúruleg.

xxx

6 Comments on “5 uppáhalds í desember!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: