Skref-fyrir-skref: Countor/highlight andlitsförðun!

Fyrir löngu löngu síðan postaði ég mynd á instagrammið mitt þar sem ég var að mála mig með countor/highlight tækni, og fékk beiðnir um að setja sýnikennslufærslu á bloggið. Þessi færsla er búin að vera á leiðinni í örugglega meira en hálft ár, en ég hafði aldrei komið mér í það að taka almennilegar myndir, og svo er maður líka kannski ekki að gera svona förðun á hverjum degi. En loksins ákvað ég að fá systur mína með mér í lið þegar ég málaði mig fyrir gamlárskvöld, og get loksins sýnt ykkur hvernig ég geri countor og highlight! Countoring er búið að vera mjög vinsælt seinasta ár, og er leið til að móta andlitið með förðunarvörum. Dökkir og ljósir litir eru notaðir til að mynda mótvægi, og búa til skyggingar en Kim Kardashian er örugglega sú sem er þekktust fyrir countoring, og er yfirleitt alltaf með andlitið mótað með skyggingum. Það eru til sérstök countoring kit frá mörgum snyrtivörumerkjum, en ég nota yfirleitt bara hyljara í ljósum og dökkum lit.

IMG_0608_fotor

Hér er fyrir/eftir mynd þar sem ég er án alls farða á fyrri myndinni, en búin að gera skyggingarförðun á þeirri seinni. Vörurnar sem ég nota eru allar í færslunni HÉR að neðan, sem heitir Gamlárskvöld, og hér er svo hvernig ég geri þetta skref-fyrir-skref!

IMG_0490_fotor

Eins og ég hef áður sagt ykkur byrja ég alltaf á að mála mig um augun, áður en ég ber á mig farða. Mér finnst langbest að gera það svoleiðis því ég get stundum verið svolítil subba með augnskugga og eyeliner, og finnst þægilegt að geta þrifið af það sem fer út fyrir án þess að skemma farðann minn. Það eina sem ég á eftir að gera er reyndar að fylla inn í augabrúnirnar mínar, en það geri ég alltaf alveg seinast, svo þið verðið að afbera þær á næstu myndum. Ég byrja semsagt með hreina húð (gott að nota primer fyrst ef þið viljið), og ber farða yfir allt andlitið og blanda vel. Ég er að nota Lumi farðann minn í lit N3, og Miracle Complexion svampinn frá Real Techniques til að bera hann á.

IMG_0498_fotor

Næst tek ég mjög ljósann hyljara, og ber hann á svæðin þar sem ég vil fá highlight. Ég er að nota True Match hyljara frá L’oreal í litnum 1, og skáskorna Foundation Brush og Pointed Foundation Brush frá Real Techniques til að blanda. Á myndunum sjáið þið staðina sem ég set ljósa hyljarann á, á milli augabrúna og upp á ennið, niður eftir nefinu, undir augun, ofan á kinnbein, og á miðja höku.

IMG_0515_fotor

Næsta skref er að dreifa úr ljósa hyljaranum og blanda honum. Sumir setja bæði dökka og ljósa hyljarann á, og blanda þeim svo báðum eftirá, en mér finnst best að blanda ljósa fyrst, áður en ég ber þann dökka á. Ég dreifi úr hyljaranum undir augunum með stærri burstanum, og nota svo þann litla til að dreifa úr honum á hinum stöðunum.

IMG_0533_fotor

Á fyrstu myndinni er búin að blanda ljósa hyljarann vel, og þið sjáið að húðin virðist öll frekar ljós. Næst ber ég á mig dökka hyljarann sem ég nota í skyggingu, en ég er að nota Fit Me hyljara frá Maybelline, í litnum 30. Þetta er allra dekksti liturinn, og ég held að hann sé eiginlega ætlaður fyrir konur með svarta húð, en hann er fullkominn fyrir mig í að gera svona skyggingar. Til að blanda honum er ég með Expert Face Brush frá Real Techniques. Á myndunum sjáið þið hvar ég set dökka litinn, á ytri hliðar ennisins, undir kinnbeinin, sitthvorumegin við nefbeinið, og á ytri hliðum hökunnar.

IMG_0544_fotor

Næsta skrefið er að blanda dökka hyljarann, og þetta er skrefið þar sem ég þarf að vanda mig mest. Afþví hann er mjög dökkur þarf að passa að hann fari ekki of mikið yfir ljósa hyljarann. Ég nota stuttar, hringlaga hreyfingar með burstanum og blanda honum bara á þá staði þar sem ég vil hafa skygginguna. Hér er mikilvægt að panikka ekki þó maður líti út eins villimaður sem var að grafa moldarholu, því við eigum eftir að blanda skygginguna ennþá betur.

IMG_0563_fotor

Á fyrstu myndinni sjáið þið hvernig skyggingin lítur út þegar ég er búin að nota Expert Face Brush til að blanda dekkri hyljaranum. Næst tek ég Miracle Complexion svampinn sem ég notaði í byrjun, og byrja að blanda yfir skyggingarnar. Ég blanda alveg ofsalega vel þar sem dökki og ljósi liturinn mætast, án þess að blanda þeim saman samt. Ég blanda þangað til að skilin á milli litanna eru nánast ósýnileg, og áferðin er orðin falleg. Þetta er mikilvægasta skrefið í förðuninni, því mér finnst ekki fallegt þegar hörð skila á milli dökka og ljósa litsins sjást í lokaútgáfunni.

IMG_0578_fotor

Eftir að ég er búin að blanda með svampinum finnst mér ég alltaf þurfa aðeins að laga ljósari litinn, þar sem hann hefur kannski dofnað við blöndunina. Ég tek lítinn hyljarabursta, Detailer Brush frá Real Techniques og laga línuna niður eftir nefinu, og aðeins upp á milli augabrúnanna, og kannski rétt aðeins á hökunni fyrir neðan varirnar. Næst tek ég stórann púðurbursta, Powder Brush, frá Real Techniques, og set örlítið af litlausu, mattandi púðri á hann og dusta svo yfir andlitið til að blanda skyggingunni ennþá betur og fá aðeins mattari áferð.

IMG_0590_fotor

Næst tek ég Countor Brush frá Real Techniques, sem er lítill skyggingabursti, og nota dekksta litinn af Dream Sun sólarpúðrinu frá Maybelline í litnum 02. Ég ber sólarpúður undir kinnbeinin, undir kjálkabeinið, og efst alveg uppvið hárlínuna. Ég hreyfi burstann eftir andlitinu eins og ég sé að teikna töluna 3 á hliðina, þar sem kinnbeinin eru miðjan á þristinum.

IMG_0593_fotor

Næst tek ég stærri bursta, Multi Task Brush, frá Real Techniques og nota ljósasta litinn af sama sólarpúðri til að setja fremst á kinnbeinin eða “eplin”, og dreifi honum aðeins upp eftir kinnbeininu. Það eru til mörg flott highlight púður, til dæmis í Mac, sem er hægt að nota hér.

IMG_0608_fotor

Og þá er allt tilbúið!

xxx

2 Comments on “Skref-fyrir-skref: Countor/highlight andlitsförðun!”

  1. Hæhæ Gyða,
    Ég elska bloggið þitt en er bara ekki viss hvort þetta hafi bara verið innsláttarvilla en þetta á að vera contour, ekki countor 🙂
    Burstinn heitir sem sagt contour brush 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: