Ég mæli með: Room for thought appinu

Mér finnst alltaf gaman að finna ný skemmtileg öpp og um daginn var mér sagt frá mjög skemmtilegu appi sem heitir Room for thought, og er fullkomið app til að byrja að nota á nýju ári! Ég er búin að vera að nota appið í um tvær vikur, og finnst það alveg ótrúlega skemmtilegt.

6880089_orig

Appið er mynda app, sem snýst um að búa til öðruvísi mynda albúm, með myndum sem maður myndi kannski ekki annars taka. Þú tekur eina mynd á dag, og það virkar þannig að einhverntímann yfir daginn, ekki alltaf á sama tíma, birtist áminning á símanum um að það sé kominn tími til að taka mynd dagsins. Þegar þú opnar appið hefurðu nokkrar sekúndur til að stila myndavélina, og svo verðurðu að taka mynd. Það er ekki hægt að eyða myndinni eða taka nýja, sem að mér finnst svolítið skemmtileg pæling. Maður er einhvernveginn alltaf að reyna að ná ‘hinni fullkomnu mynd’ til að posta svo á Facebook eða Instagram, en oft eru svona “spontaneous” myndir lang skemmtilegastar. Maður gleymir líka svo oft að taka myndir af hversdagslegum hlutum, sem eru samt oft dýrmætustu minningarnar. Til verður líka nokkurskonar mynda dagbók, sem er skemmtilegt að skoða seinna. Auðvitað verða ekki allar myndirnar fullkomnar, og sumar kannski bara af einhverju mjög hversdagslegu, en það er akkúrat það skemmtilega!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: