Að missa mig yfir: Nýju Bold Metals burstunum frá Real Techniques

Update: Pixiwoo systurnar voru að setja inn þetta myndband þar sem þær segja betur frá þeim! Er ennþá meira spennt!

IMG_0056

Á meðan ég sit hérna paksödd eftir kalkúninn og meðlætið að bíða eftir áramótaskaupinu, finnst mér tilvalið að skella í seinustu bloggfærslu ársins. Ef þið hafið verið að fylgjast með Instagram og Twitter hjá Real Techniques förðunarburstunum seinustu daga hafið þið örugglega tekið eftir gullfallegu nýju línunni sem er að koma í búðir í Bretlandi í þessum töluðu orðum.  Það er á svona stundum sem maður uppgötvar hvað maður er mikill snyrtivörunörd, því ég er hreinlega búin að vera að missa mig úr spenningi yfir þessari nýju línu!

IMG_0057

Eins og þið örugglega vitið er ég mikill aðdáandi Real Techniques burstanna, en það eru bestu burstar sem ég hef kynnst! Þessvegna er ég næstum viss um að ég mun elska þessa nýju línu frá þeim, en hún á að vera ennþá meiri lúxus lína en fyrri burstar frá merkinu. Ekki bara eru burstarnir dásamlega fallegir, heldur eiga þeir líka að vera extra mjúkir, og ég er algjörlega ástfangin af hvítu hárunum, þau eru of girnileg! Burstarnir eru 7 talsins í litunum gylltum, bronz og silfur. Gylltir eru sambærilegir þeim sem eru venjulega gulir, eða fyrir grunnförðun, bronz þessum bleiku, sem eru til að fullkomna áferð förðunarinnar, og silfur þessum fjólubláu, sem eru fyrir augu og brúnir. Stærri bronzlitaði burstinn á myndinni er efstur á óskalistanum, en hann er flatur countor bursti, sem ég held að sé frábær í andlitsskyggingar. Þríhyrndi gyllti burstinn er finnst mér líka algjör draumur, en hann hentar í fljótandi farða, og minnir mig svolítið á blender svampinn, þar sem hægt er að nota brúnirnar undir augun og oddinn á bletti.

IMG_0055

Burstarnir eru í dýrara lagi, allavega miðað við aðra bursta frá merkinu, sem eru reyndar allir frekar ódýrir. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá þessa fallegu bursta með eigin augum og fá að pota í þá og prófa! Ég vona innilega að þeir komi fljótlega til landsins, en ég er reyndar búin að láta skrá mig á biðlista hjá Boots (apótek og snyrtivöruverslun) í Bretlandi..svo spennt er ég!

IMG_5798

Annars vona ég að þið eigið yndislegt kvöld og njótið þess sem eftir er af árinu. Svart og gyllt varð fyrir valinu í outfit vali kvöldsins hjá mér, en ég ákvað að vera í nýja bolnum sem ég keypti mér í Vero Moda um daginn, og með gullkeðjur sem ég hef oft notað. Ég fékk systir mína í lið með mér áðan til að hjálpa mér að taka skref-fyrir-skref myndir af förðuninni minni, og ég get hreinlega ekki beðið eftir að sýna ykkur þær, svo fylgist spennt með á næstu dögum!

Gleðilegt nýtt ár!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: