Gamlárskvöld

Mikið er ég nú spennt fyrir morgundeginum! Mér finnst áramótin alltaf skemmtileg, og ennþá skemmtilegra þegar nýja árið gengur í garð og allir eru með ný markmið til að vinna að. Ég get ekki beðið eftir janúar, og hlakka til að deila með ykkur öllu því skemmtilega sem ég ætla að gera hér á blogginu. En fyrst þarf að fagna gamla árinu almennilega og það ætla ég að gera á morgun í faðmi fjölskyldunnar. Ég er búin að vera að hugsa öll jólin um áramótaförðunina, en um áramótin er í lagi að vera aðeins ýktari en venjulega, þó að ég ætli ekki að missa mig í glimmerinu í ár (kannski á næsta ári). Afþví ég var með mjög litla augnförðun um jólin finnst mér ég eiga það inni að vera með mjög áberandi augnförðun núna, og ætla að nota uppáhalds litina mína til að gera fallegt bronz/gyllt lúkk, kannski svolítið innblásið af vinkonu minni Kim Kardashian. Ég ætla líka að gera countor/highlight skyggingu yfir andlitið, en til þess nota ég tvo liti af hyljara, sem ég ber á mig eftir að ég hef sett á mig farða. Þetta virðast kannski vera ótal vörur en mig langaði að sýna ykkur allt sem er í aðalatriði, og svo fáið þið að sjá myndir af förðuninni tilbúinni á næstu dögum!

IMG_5747

Lumi Magique farði frá L’oreal: Örugglega mest notaði farðinn í skúffunni minni, gefur svo ótrúlega fallegan ljóma! Ég er að nota lit nr. N3.

Studio Secrets primer frá L’oreal: Gamlárskvöld er alltaf svolítið langt og afþví ég vil að farðinn minn endist vel ætla ég að nota Studio Secrets primerinn undir farðann. Hann er þykkur og kremkenndur og gefur æðislega áferð, fyllir upp í svitaholur og fínar línur. Það þarf alveg ofboðslega lítið af honum, og mér finnst best að nota Expert Face Brush frá Real Techniques til að dreifa honum vel yfir andlitið.

Dream Sun sólarpúður frá Maybelline: Mjög ódýrt og fínt sólarpúður sem ég nota mjög mikið. Það er ekki með miklu glimmeri og mér finnst gott að geta blandað litunum þrem saman til að fá þann lit sem ég vil.

True Match hyljari frá L’oreal í litnum 1: Ótrúlega góðir hyljarar sem hylja ofsalega vel, og mér finnst þessi í ljósasta litnum henta einstaklega vel í countor skyggingar, því hann er svo mikið ljós. Ég ber hann á mig þar sem ég vil hafa ljós svæði, undir augun, ofan á kinnbeinin, niður eftir nefinu, og niður eftir hökunni.

Fit Me hyljari frá Maybelline í litnum 30: Til að mynda mótvægi (countor) við ljósa hyljarann nota ég mjög dökkann hyljara, en þetta er dekksti liturinn sem fæst í þessari línu. Ég keypti þennan út í Bretlandi, en Fit Me línan frá Maybelline fæst því miður ekki á landinu, en það er hægt að nota hvaða dökka hyljara sem er.

Girl’s Night Out augnhár frá Tanya Burr: Ef að gamlárskvöld er ekki tilefni til að setja þessi upp, þá veit ég ekki hvað! Ótrúlega falleg augnhár frá Tanyu Burr sem gefa mér glamúrlúkkið sem ég vil!

Superliner Perfect Slim eyeliner frá L’oreal: Uppáhalds eyelinerinn minn sem ég hef oft sagt ykkur frá, verður í aðalhlutverki í förðun morgundagsins!

Brow Artist Plumper augabrúnagel frá L’oreal: Þessu geli bara get ég ekki sleppt, er orðin algjörlega háð því. Það greiðir svo vel úr brúnunum og trefjarnar í því þykkja brúnirnar mínar svo þær virðast mun meiri en þær eru í raun.

Color Tattoo augnskuggar frá Maybelline í litunum 05 (Eternal Gold) og 35 (On and on Bronze): Kremaugnskuggar frá Maybelline sem eru ótrúlega flottir, og auðveldir í notkun. Það sem mér finnst vera stærsti kosturinn er hvað ég næ þekjandi lit, og svo endast þeir líka endalaust!

Color Riche augnskuggi frá L’oreal í litnum 502 (Lumiere): Púður augnskuggi í dekkri lit en bronslitaði kremaugnskugginn, en samt í sama tón, sem ég ætla að nota til að skyggja með.

Color Elixir gloss frá Maybelline í litnum 720: Ég ætla ekki að hafa varirnar áberandi, og bara skella þessu geggjaða nude-litaða glossi frá Maybelline á mig eftir þörfum. Ég elska þessi gloss en þau eru alls ekki klístruð og liturinn helst vel á.

Gleðilegt glamúr/gamlárskvöld á morgun!

xxx

1 Comments on “Gamlárskvöld”

  1. Pingback: Skref-fyrir-skref: Countor/highlight andlitsförðun! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: