Neglur: Tveggja þrepa gel naglalakk

Það er svo fyndið stundum hvað ég þarf að prófa sumar vörur oft áður en mér fer að líka við þær. Oft er það svo þannig að þessar vörur verða uppáhalds vörurnar mínar, sem mér líkaði kannski alls ekki við í byrjun. Þetta naglalakk var ég búin að prófa tvisvar eða þrisvar, en alltaf fundist eitthvað óþægilegt að nota það, á meðan mamma mín og systir mín og allir í kringum mig dásömuðu það. Í gær gerði ég lokatilraun til að prófa, og allt í einu var ég ótrúlega hrifin af því!

IMG_0341

Naglalakkið er frá L’oreal, og er tveggja þrepa naglalakk sem sameinar kosti venjulegs naglalakks og gel-naglalakks. Fyrsta skrefið er liturinn sjálfur, og seinna skrefið er yfirlakk sem er sérstaklega sniðið að litnum sjálfum. Eins og fyrir þennan dökkrauða lit er yfirlakkið hálfglært með rauðum blæ. Þegar búið er að bera litinn á neglurnar og láta hann þorna, setur maður gel yfirlakkið yfir, og það heldur litnum lengur á, og gefur há-glansandi gel áferð.

IMG_0336

Liturinn er númer 16, og það sem mér fannst eiginlega ótrúlegast er að það þarf bara eina umferð af litnum til að ná mjög djúpum og fallegum lit. Ég setti bara eina umferð í gær, og svo hálfglæra yfirlakkið yfir og liturinn er ótrúlega fínn. Þetta er því algjörlega fullkomið naglalakk fyrir hina uppteknu konu sem hefur kannski ekki tíma í að setja á sig margar umferðir af lit og yfirlakki, plús að það endist ótrúlega vel!

IMG_0349

Það eru til margir fallegir litir af þessum lökkum, en þau fást á flestum sölustöðum L’oreal. Venjulega er ég miklu hrifnari af ljósum litum (eða alveg svörtum) á neglurnar, en mér finnst samt þessi númer 16 hérna fyrir ofan koma ótrúelga vel út. Ég er hinsvegar ástfangin af þessum ljósbleika lit, sem er númer 005, og er akkúrat svipaður þeim litum sem ég er oftast með á nöglunum. Hann á eftir að vera mikið notaður hversdagslitur á næstu mánuðum!

xxx

Vöruna í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á henni. Alltaf er sett fram einlægt og persónulegt mat á gydadrofn.com.

1 Comments on “Neglur: Tveggja þrepa gel naglalakk”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: