Ég elska: Rebel frá Mac

Ég gaf systur minni varalit í jólagjöf, og valdi þennan hérna handa henni!
Hann er úr Mac í Kringlunni, og liturinn heitir Rebel. Hún er mjög hrifin af áberandi varalitum og mér fannst þessi vera fullkominn fyrir hana. Nema svo er ég sjálf svo hrifin af honum að ég verð að fara næla mér í einn handa sjálfri mér þegar ég kem aftur suður!
Liturinn er dökk-rauða-berjalitaður, og kemur ótrúlega vel út á vörum. Varaliturinn sjálfur er líka alveg ótrúlega mjúkur og góður, og mér fannst ég ná alveg ótrúlega fallegri áferð með honum.
Ég er ekki með neinn farða á myndinni því ég skellti bara á mig varalitnum til að sýna ykkur. Ég er ekki með neinn varablýant undir honum heldur, en það væri fallegt að vera með dökkan blýant til að gera útlínurnar. Ég bar hann á beint úr umbúðunum, og notaði svo bleika varaburstann frá Real Techniques til að laga hann og gera hann jafnari. Áferðin er gullfalleg og ég er alveg að missa mig yfir þessum lit!
xxx
Pingback: Confessions of a shopaholic Vol5. | gyðadröfn