Gleðileg jól!

Gleðileg jól elsku lesendur og vonandi eru allir búnir að hafa það jafn notalegt og ég í jólafríinu! Ég eyddi aðfangadagskvöldi heima hjá mömmu og pabba með systrum mínum í gær, og kvöldið var algjörlega yndislegt! Við höfum alltaf haft hamborgarhrygg í matinn og árið í ár var engin undantekning, en ég stend sjálfa mig að því á hverju ári að borða mun meira af meðlætinu en kjötinu sjálfu. Uppáhaldið er blandað steikt grænmeti með beikoni sem mamma býr til, og svo auðvitað laufabrauðið. Eftirrétturinn okkar er súkkulaðimús, en hún gegnir líka hlutverki möndlugrautsins hjá okkur. Ég átti nokkra pakka undir tréinu og fékk ótrúlega margt fallegt sem ég hlakka til að fara með heim í íbúðina mína. Annars var algengasta gjöfin til mín inneignarkort með pening, það mætti halda að fjölskyldan min viti hvað mér finnst skemmtilegt að versla!

IMG_0034

Einhvernveginn tókst mér að steingleyma því að kaupa mér jólakjól í ár, svo ég endaði á því að vera í þeim sama og í fyrra. Það kom ekki að sök því mér finnst hann ótrúlega fallegur og hátíðlegur! Hann er opinn í bakið og ég var í Freebra brjóstarhaldaranum mínum innanundir, sem var akkúrat fullkominn fyrir tilefnið. Ég stóð við það að vera með dökkan varalit og litla augnförðun, sem er algjörlega út fyrir þægindarammann minn, en ég vil alltaf vera með mikinn eyeliner og augnskugga og nude varir. Ég verð samt að segja að ég var ótrúlega ánægð með útkomuna, og ég ætti kannski ekki að vera svona hrædd við þessa áberandi varaliti alltaf! Þið getð séð vörurnar sem ég notaði í förðunina í færslunni hér fyrir neðan, sem heitir ‘Aðfangadagskvöld’.

IMG_0036

Til þess að ég færi nú ekki alveg í jólaköttinn fór ég á Þorláksmessukvöld og keypti mér þessa eyrnalokka sem ég er með í Kvenfélaginu á Akureyri. Mér finnst þeir alveg sjúklega flottir, en stærri kúlan festist fyrir aftan eyrnasnepilinn. Ég fékk mér bronslitaða sem er uppáhalds liturinn þessa stundina, og passaði líka mjög vel við kjólinn.

Annars ætla ég að halda áfram að liggja í leti og borða súkkulaði í morgunmat, eru jólin ekki annars til þess?

xxx

1 Comments on “Gleðileg jól!”

  1. Pingback: Ég elska: Double Pearl eyrnalokka | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: