Aðfangadagskvöld

Í dag setti ég saman á mynd nokkrar förðunarvörur sem ég ætla mér að nota í förðunina mína á aðfangadagskvöld. Ég ákvað að mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en ég geri venjulega, og ætla að vera með mjög litla, dempaða augnförðun, áberandi varir, létta skyggingu og ljómandi húð. Ég er eiginlega aldrei með áberandi varir, en mér þykir aðfangadagskvöld vera hið fullkomna tilefni til að skarta þeim.

IMG_5543

YSL Fusion Ink Foundation: Einn af mínum uppáhalds förðum, og er sérstaklega áferðafallegur og verður flottur við hátíðlega förðun á aðfangadagskvöld.

L’oreal Glam Bronze Sólarpúður: Uppáhalds sólarpúðrið mitt, en það er frekar matt og alls ekki með miklu glimmeri. Hentar mjög vel til að gera fallega skyggingu.

Lumi Magique Primer: Þó að þetta sé primer nota ég hann oft yfir farðann minn, en ekki undir eins og venjulegann primer, sem highlighter. Hann er hvítur á litinn og gefur ótrúlega fallegan ljóma, fullkominn efst á kinnbeinin og augnbeinið.

Maybelline Color Drama Varablýantur í 310: Hinn fullkomni dökkplómulitaði varalitur fyrir aðfangadagskvöld. Áferðin er mött og hann er sérstaklega þægilegur í notkun.

L’oreal Volume Million Lashes Maskari: Einn af mínum allra uppáhalds möskurum. Hann greiðir alveg ofsalega vel úr hárunum og er með sérstökum skammtara sem gefur aldrei of mikið af formúlu á burstann, svo hann klessist ekki.

L’oreal Brow Artist Plumper Augabrúnagel: Get eiginlega ekki sleppt því að nota augabrúnagelið, því ég er ekki búin að lita á mér augabrúnirnar í marga mánuði, er alltaf bara með gelið. Það verður því líka partur af förðuninni á aðfangadagskvöld.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: