Desember á Instagram!

Þegar ég renni yfir myndirnar mínar á Instagram seinasta mánuðinn sé ég að ég er búin að spamma Instagram aðganginn minn með myndum af sjálfum mér..það mætti halda að mér fyndist skemmtilegra að taka myndir og velja Instagram filtera heldur en að læra undir próf eins og ég átti að vera að gera..ótrúlegt!

IMG_0029

Fyrsta myndin er frá því í dag en ég var að taka mynd af make-up inu (það er alltaf góð ástæða fyrir selfie). Ég er búin að vera með æði fyrir því að vera með mjög löng, og svolítið mjúk augnhár, og áberandi augabrúnir. Sem betur fer er ég að vinna með snyrtivörur svo þá kemst maður upp með að vera með gerviaugnhár dagsdaglega! Á augunum er ég með Naked2 Basics pallettuna mína, L’oreal Super slim blauta eyelinerinn og augnhár frá Tanyu Burr. Hérna er ég að nota stöku augnhárin, en þau eru í þrem lengdum í pakkanum. Ég nota sirka 3 af lengstu gerðinni yst á augnlokið, 1-2 í mið lengdinni á mitt augnlokið, og 1 af þessum stystu frekar innarlega á augnlokinu. Ég nota mjög lítið af maskara, því ég vil halda þessu “mjúka” lúkki, en ég er að nota So Couture maskarann frá L’oreal til að blanda augnhárunum og mínum augnhárum vel saman. Það sem mér finnst fullkomna lúkkið er að hafa engann maskara á neðri augnhárunum, þá fæ ég ennþá meira kisulúkk. Svo er ég að nota True Match farðann frá L’oreal yfir allt andlitið, og Dream Matte Mousse frá Maybelline í dekksta litnum til að skyggja aðeins undir kinnbeinin. Á augabrúnunum er ég með Brow Artist Plumper augabrúnagelið í brúnum lit til að móta og fylla inn í augabrúnirnar mínar.

IMG_0026

Okei ég lærði líka aðeins í desember, og fékk mér líka ófáar draumafreistingar við glósugerðina! Ég uppgötvaði í fyrsta skipti svona “flash-cards” fyrir prófin í ár, og þetta er orðin einhverskonar undarleg fíkn..finnst mun skemmtilegra að glósa á svona spjöld en venjuleg blöð eða í tölvunni. Og auðvitað eru þau bleik og blýpenninn líka!

IMG_0025

Ég og Arna vinkona mín tókum okkur örlítið frí frá prófalestrinum í mánuðinum og kíktum í smá útgáfupartý í tilefni komu Tanya Burr augnháranna til landsins. Partýið var í versluninni Kjólum og konfekt, og við skemmtum okkur konunglega og fengum okkur freyðivín og konfekt, og fengum að skoða öll fínu augnhárin!

IMG_0024

Ég og mamma bökuðum dásamlegar Rolo smákökur þegar ég var á Akureyri um daginn. Eftir langa leit fundum við loksins uppskriftina, en við erum búnar að baka þessar smákökur seinustu tvö ár. Uppskriftin er hér á blogginu!

IMG_0027

Desember var kaldur hérna í höfuðborginni og þá þýðir ekkert nema að eiga góða úlpu! Ég er algjör úlpu, kápu, og yfirhafnafíkill og get endalaust réttlæt úlpukaup fyrir mér, því ég er svo mikil kuldaskræfa.

IMG_0023

Ég smellti þessari mynd heima hjá mér áður en jólaskrautið mætti í hús, en þetta stendur vanalega á kommóðunni inni í stofu. Mér finnst bleika skálin úr Blómabúð Akureyrar svo ótrúlega falleg, og mig langar mikið í fleiri skálar og bolla úr þessari línu. Hún stendur ofan á bókinni Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, en ég verð að viðurkenna að þó hún standi inni í stofu hjá mér hef ég aldrei lesið hana! Kannski ég bæti úr því á nýju ári! Rammarnir eru ótrúlega ódýrir úr Ikea, og ég prentaði sjálf út þessa texta sem mér fannst fallegir.

IMG_0028

Núna á ég bara einn dag eftir í vinnunni þangað til ég fer til Akureyrar í jólafrí, en mér finnst alltaf svo mikil stemming að vinna fyrir jólin. Ég er að vinna hjá snyrtivöruheildsölu og er með kynningar á sölustöðum, og finnst alveg ótrúlega gaman að fá að segja fólki frá snyrtivörum allann daginn!

Vonandi áttuð þið góðann desember eins og ég!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: