Uppskrift: Varamaski og fleiri góð ráð við varaþurrk

Í morgun þá vaknaði ég snemma (eða er 10 ekki annars snemma?) þar sem ég ætlaði að fara í ræktina áður en ég færi að vinna. En svo leit ég út…og ákvað að fresta ræktinni og kúra aðeins lengur undir sænginni. Það er búið að vera alveg extra kalt úti seinustu daga og varirnar mínar hafa sannalega fundið fyrir því, og það eru örugglega fleiri í sömu stöðu og ég. Tíminn í morgun var því vel nýttur í að setja á mig varamaska og næra varirnar mínar extra vel til að undirbúa þær fyrir frostið úti!

IMG_5376

Okei þetta er kannski ekki beint uppskrift af varamaska, heldur meira svona uppskrift af aðferðinni, því eina innihaldsefnið í maskanum sjálfum er hunang, og svo þarf bara litla skeið og matarfilmu. Hunang er eitt það allra besta til að gefa raka, því það læsir rakann djúpt ofan í húðinni, og hentar mjög vel fyrir viðkvæmu húðina á vörunum. Uppistaðan í mörgum varasölvum er býflugnavax, en það er einmitt frábært til að fá góðann raka djúpt ofan í húðina á vörunum. Þessar býflugur kunna svo sannarlega að hugsa um varirnar!

IMG_5338_fotor

Áður en ég set varamaskann á er mikilvægt að skrúbba varirnar vel, til að losna við allar dauðu húðfrumurnar sem geta gert rakanum erfiðara fyrir að smjúga ofan í húðina. Ég notaði varaskrúbbinn sem ég setti á bloggið fyrir svolitlu síðan, og er mjög einfaldur og góður, en þið finnið hann HÉR. Annars má nota hvaða varaskrúbb sem er, og bara passa að skrúbba vel þangað til allar dauðu húðfrumurnar eru horfnar.

IMG_5359_fotor

Næst tek ég bakhliðina á lítilli teskeið og dýfi henni ofan í hunangið. Svo nota ég bakhliðina til að bera hunangið á varirnar, og reyni að hafa lagið frekar þykkt. Ekki hafa áhyggjur þó það leki út um allt, við sjáum um það í næsta skrefi.

IMG_5370

Næst tek ég venjulega matarfilmu, og ríf ágætlega stórann bút af rúllunni. Svo klessi ég henni ofan á varirnar þar sem hunangið er, og reyni að nudda henni þannig hunangið haldist á vörunum. Svo klessi ég restinni af filmunni á andlitið svo hún haldist á. Svo er bara að bíða með varamaskann á sér í svona 10-15mínútur og leyfa hunanginu að smjúga vel inn! Með því að setja filmuna yfir hunangið helst það betur á og lekur ekki burt áður en það nær að smjúga inn, og nærir varirnar extra vel.

IMG_5382

Fyrst þegar maður tekur filmuna af eru varirnar svolítið klístraðar, en ekki þurrka það af, heldur leyfið klístrinu að þorna og vernda varirnar. Þegar þær eru alveg þornaðar er gott að setja á sig góðann varasalva. Ég er algjör varasalvafíkill og á örugglega svona 20 mismunandi tegundir af varasölvum, sem eru allstaðar í öllum töskum, öllum vösum, og út um allt hús. Ég skipti reglulega um uppáhalds, en í uppáhaldi seinustu vikur er Lip Butter varasalvinn frá Nivea. Það sem mér finnst gott við hann er að hann inniheldur í grunninn shea butter, sem gerir varirnar extra mjúkar. Ég keypti mér þennan með karamellulykt úti í Bretlandi fyrr á árinu, en hann fæst held ég ekki á Íslandi, en ég hef keypt mér bæði með vanillu og bláberjalykt hér heima og finnst þeir báðir æði! Þeir fást í Hagkaup og Krónunni, og svo hef ég séð þá í apótekum.

IMG_3409

Annar varasalvi sem mér finnst frábær, og þá sérstaklega í miklum kulda er varasalvinn frá Blue Lagoon, en ég mæli með honum ef þið eruð með mjög þurrar eða sprungnar varir. Ég nota hann svona inn á milli, þegar ég er komin með djúpan þurrk sem ég vil laga.

IMG_4618

Það seinasta sem ég nota til að halda vörunum mínum mjúkum er sérstakt næturkrem fyrir varinar. Ég keypti mér það á Ebay en það heitir Neosprin og er frá Johnson&Johnson, en fæst því miður ekki á Íslandi. Þetta er semsagt næstum eins og varasalvi, nema ætlað sem auka meðferð, og það á að bera hann á á kvöldin áður en maður fer að sofa. Ég er alveg ótrúlega ánægð með hann og sé mikinn mun á vörunum mínum eftir að ég fór að bera hann á áður en ég fer að sofa. Hann kostaði eitthvað um 1000kr, og þið finnið hann ef þið skrifið “Neosprin” í leitina á Ebay. Það er svo ótrúlega lítið mál að panta á Ebay, og sérstaklega svona litla hluti, en þeir koma oftast bara inn um lúguna hjá manni. Ég var nefnilega búin að leita heillengi en hafði ekki fundið neitt sambærilegt vara-næturkrem á Íslandi, og var búin að lesa góða hluti um þetta krem, og get hiklaust mælt með því!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: