Skref-fyrir-skref: Everyday Flutter frá Tanya Burr

Um daginn sagði ég ykkur frá nýju augnhárunum sem voru að koma til landsins frá hinni dásamlegu Tanyu Burr (HÉR). Í þeirri færslu sagði ég frá því að ég héldi að ég ætti eftir að nota Everyday Flutter hálfu lengjurnar mest og það hefur sko staðist! Mér finnst þær algjört æði, og sérstaklega flottar því að ég er svo oft með mikinn vængjaðann eyeliner, og þær ýkja það lúkk ennþá meira!

IMG_0009

Það sem mér finnst vera stærsti kosturinn við augnhárin er hvað þráðurinn sem heldur þeim saman er mjúkur, sem gerir þau ennþá auðveldari í notkun. Annað sem ég er tekið eftir að mér finnst þau alveg sérstaklega létt, og ég verð ekkert “þreytt” í augnlokunum eins og stundum þegar maður er með gerviaugnhár. Ég finn alls ekkert fyrir þeim og líður eins og ég sé bara með mín eigin. Svo finnst mér þau líka alveg ofboðslega falleg og náttúruleg, og gefa mér alveg extra flotta vængi. Hálfu lengjurnar eru þær auðveldustu í notkun og það tekur mig án gríns svona 1 mínútu að skella þeim á, og svo kannski aðra mínútu að leyfa líminu að þorna. Svona geri ég þetta skref-fyrir-skref:

IMG_5261_fotor

#1

Ég byrja á að setja smávegis af líminu á handabakið á mér, svo það sé auðveldara að setja það jafnt á lengjuna. Ég nota límið sem fylgir með í pakkanum, en ólíkt flestum límum sem fylgja með í pakkanum er þetta lím mjög fínt!

#2

Næst tek ég lengjuna upp með plokkara eða töng og strýk henni eftir límröndinni svo límið dreifist jafnt á hana.

#3

Næsta skref er mjög mikilvægt, en það er að leyfa líminu að þorna aðeins áður en ég set lengjuna á. Ef maður setur hana beint á augnlokið eftir að límið er komið á, er hætta á að límið sé ennþá of þunnt og hún færist til. Með því að leyfa því að þorna aðeins verður það klístraðara og auðveldara að koma því fyrir á réttum stað. Ég bíð í kannski svona 20sek eftir að límið fer á lengjuna, og set hana svo á mig með plokkaranum. Svo nota ég plokkarann til að klemma saman mín augnhár og lengjuna, áður en límið er alveg þornað, svo að lengjan sé sem þéttast upp við mín hár.

IMG_52610_fotor

#4

Næst set ég maskara á augnhárin, en ég set aldrei mikið á lengjuna sjálfa. Fyrst nota ég burstann á ytri partinn af augnhárunum til að greiða mín augnhár saman við lengjuna.

#5

Þegar ég nota svona hálfar lengjur set ég mikið af maskara á augnhárin í innri króknum, sem eru mín augnhár, svo þau blandist vel saman við. Ég er að nota So Couture maskarann í fjólubláu umbúðunum frá L’oreal.

#6

Þegar ég er búin að bera maskarann á mig og greiða vel saman mín augnhár og lengjuna eru augnhárin tilbúin! Ég mæli svo með að nota olíuhreinsi þegar þið takið þau af, og strjúka lengjurnar og límið varlega af með bómul. Þessi augnhár eru 100% human hair svo það er auðveldlega hægt að nota þau oftar en einu sinni ef maður passar bara að hreinsa þau vel á milli!

IMG_5259

Augnhárin frá Tanyu Burr eru komin í verslanir og fást í Hagkaup og apótekum, og kosta allstaðar undir 1000kr! Hálfu lengjurnar eru mjög fallegar dags daglega þegar mann langar að vera með extra fullkomin augnhár, eða ef maður vill ekki alveg hafa heilar lengjur í kvöldförðuninni sinni. Mæli með að prófa!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: