Ég mæli með: Að njóta aðventunnar

Í fyrradag sá ég myndband af uppákomu sem var í Krónunni Lindum á dögunum, en þar var búið að undirbúa skemmtilega uppákomu fyrir viðskiptavini, þar sem “venjulegt” fólk byrjaði að syngja í röðinni á kassanum, og vakti mikla athygli viðskiptavina. Þið getið séð myndbandið HÉR. Þessi fallega uppákoma fékk mig til að hugsa og mig langar svo að minnast á hvað það er mikilvægt að gleyma ekki að njóta aðventunnar! Það er svo ótrúlega auðvelt að gleyma sér í jólastressinu, og svo áður en maður veit af er aðventan og jólin liðin og nýja árið komið. Ég mæli með að gefa sér líka tíma til að njóta í ár, hvort sem það er að setjast niður á kaffihús og fá sér jólakaffi, eða bara eiga notalegt aðventukvöld heima hjá sér og pakka inn gjöfum.

IMG_5004

Ég var algjörlega orðin stórskuldug við sjálfa mig eftir þessa prófatíð, svo það var svo sannarlega kominn tími á dekurkvöld. Ég bjó mér til olíu hármaska, keypti mér andlismaska, kveikti á jólakertinu mínu, borðaði konfekt og drakk jólate meðan ég lá í jóla-freyðibaði. Ef að þetta er ekki góð leið til að njóta aðventunnar þá veit ég ekki hvað!

IMG_4987

Freyðibaðið er úr jólalínunni í Body Shop, og lyktin heitir Vanilla Bruleé. Vanilla er uppáhalds lyktin mín, og ég fer alltaf í Body Shop fyrir jólin og byrgi mig upp af vanillu sturtusápunni sem kemur fyrir jólin til að eiga allt árið. Hún er algjörlega dásamleg svo ég ákvað að prófa líka þetta freyðibað, og það var svo sannarlega akkúrat það sem ég þurfti. Lyktin af því er himnesk, og húðin mín er alveg ótrúlega mjúk eftir baðið. Það sem er sérstakt við þetta freyðibað er að það er í gelformi, og maður notar spaðann sem fylgir með til að taka það úr krukkunni og setja í baðið.

IMG_4993

Á meðan ég lá í baðinu sötraði ég uppáhalds te-ið mitt, en það er einmitt alveg sérlega jólalegt. Það er frá Pukka og heitir Revitalise, og er með kanil, kardimommum og engifer. Ég mæli með að gera eitthvað sem ykkur finnst notalegt á aðventunni og ekki gleyma að njóta þessa fallega tíma!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: