Heima hjá mér: Noel jólakerti frá Crabtree & Evelyn

Loksins loksins! Í morgun fór ég í seinasta lokaprófið mitt svo prófatörninni á þessu ári er formlega lokið! Mikið ofsalega er ég fegin. Núna get ég loksins farið að undirbúa jólin á fullu, en við tekur reyndar smá vinnutörn áður en ég fer heim til Akureyrar 20. desember. Ég hlakka líka til að geta sagt ykkur frá öllu sem ég er ekki búin að hafa tíma til að skrifa um á blogginu!

IMG_4899

Í gær fékk ég að gjöf dásamlegt jólakerti, sem er frá sama merki, Crabtree og Evelyn, og uppáhalds handáburðurinn minn sem ég sagði ykkur frá um daginn (HÉR). Kertið kemur í svona dásamlega fallegri öskju og er til dæmis tilvalið í jólapakkann hjá einhverjum sem þér þykir vænt um! Lyktin heitir Noel og kemur alltaf á hverju ári í nýjum pakkningum. Þetta kerti er eiginlega eins og að kaupa jólin í lítilli öskju, því ef að ilmurinn af því kemur þér ekki í jólaskap þá bara veit ég ekki hvað!

IMG_4927

Eins og ég sagði ykkur um daginn skipti ég út flest öllu skrauti hemilins í jólaskraut í desember, og bakkinn sem stendur á stofuborðinu mínu er engin undantekning. Jólakertið fær að sjálfsögðu að standa á honum, og í gær keypti ég Mackintosh og setti í litlu lokuðu skálina mína úr Ikea. Ef það er eitthvað sem er ómissandi um jólin er það Mackintosh konfekt, og flestir íslendingar hafa skoðun á hvaða molar eru bestir. Sjálf er ég í karamellu-grænbréfa-liðinu, og ég veit fátt verra en bleiku og appelsínugulu kremmolana. Karamellurnar finnst mér allar góðar og bæði græni þríhyrningurinn og hreini græni súkkulaðimolinn eru mínir uppáhalds!

IMG_4920

Með á bakkanum standa tvö falleg jólatré sem amma mín heklaði og gaf mér í jólagjöf í fyrra, ásamt þessum litlu krúttlegu húfuklæddu köllum. Amma mín er algjör snillingur í höndunum og föndrar svo ótrúlega fallegt, og þessi jólatré og kallar eru orðnir uppáhalds jólaskrautið mitt. Inní hvoru tré er lítil ljósasería svo það er hægt að kveikja ljós innan í þeim þegar það er dimmt.

IMG_4951

Ég sagði ykkur frá því um daginn að þó ég væri með kerti útum allt, kveikti ég aldrei á þeim, þar sem ég og kerti höfum ekki alltaf átt vel saman. Þetta kerti er samt klárlega undantekning því lyktin af því er svo dásamleg, að ég passa mig bara extra vel að kveikja ekki í til að geta haft kveikt á því. Það brennur í 50klst og ég vildi óska að ég gæti einhvernveginn tekið upp lyktina og deilt henni með ykkur hérna á blogginu. Um leið og ég kveikti á því fylltist íbúðin mín af dásamlegum ilm sem er hin fullkomna jólalykt fyrir mér!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: