Heima hjá mér: Jóla stofan mín

Þó að maður sé í prófum er alveg nauðsynlegt að gera svolítið jólalegt í kringum sig, svona þar sem það er kominn desember! Mér fannst það allavega algjörlega nauðsynlegt í gær þegar ég átti að vera að læra fyrir líffræðipróf..

IMG_4747

Þar sem að ég fékk sendingu með jólaskrautinu mínu frá Akureyri um seinustu helgi fannst mér vera kominn tími til að setja eitthvað af því upp, og nú eru komnar seríur í alla glugga og rauð kerti í alla stjaka! Heimilið tekur stakkaskiptum í desember og breytist í litla jólaveröld, og öllu bleika dótinu er skipt út fyrir rautt, gyllt og hvítt. Það eina bleika sem fær að vera uppi er bleika jólatréið mitt, sem ég keypti í fyrra, en ég get ekki beðið eftir að fara heim til Akureyrar um jólin og setja það upp þar.

Mig langar að sýna ykkur myndir af kommóðunni sem ég er með í stofunni minni. Kommóðan sjálf er úr Malm línunni í Ikea, og hillan fyrir ofan er hvít Lack úr Ikea, en meðleigjandi minn á þennan fallega stól sem er líka úr Ikea og heitir Ingolf.

IMG_4749

Eins og þið tókuð kannski eftir stendur kampavínflaska ásamt pakka af augnhárum á stólnum í stofunni. Það er góð ástæða fyrir því! Það fyrsta sem við vinkonurnar ætlum að gera þegar við klárum prófin þarnæstu helgi, verður að opna þessa kampavínsflösku og hrekja prófljótuna burt með þessum fallegu glamúraugnhárum. Þetta er eiginlega svona gulrótin okkar, eitthvað til að hlakka til, sem við horfum á á hverjum degi til að hvetja okkur áfram í próflestrinum!

IMG_4750

Svarta Maribowl Iittala skálin fékk nýtt hlutverk núna í desember, og fær að geyma litlar sætar jólakúlur í silfruðu og gylltu sem fást í Ikea. Á sumar kúlurnar festi ég glært band og hengdi þær á tréið sem er fyrir aftan, en það er ætlað sem skartgripatré og er úr Hrím. Kökudunkurinn er líka úr Ikea, en það eru reyndar engar smákökur eftir í honum, en mér finnst hann samt sóma sér einstaklega vel á kommóðunni! Dúkurinn er úr Indiska, og er úr þykku filt efni og svo er munstrið skorið út, og ég keypti hann fyrir jólin í fyrra.

IMG_4755

Á hillunni fyrir ofan kommóðuna er ég með rauða lukt úr Ikea (já það er næstum allt sem ég á úr Ikea), en inni í hana setti ég litla seríu með batteríi, svo það er hægt að hafa ljós í henni þegar það dimmir, án þess að nota kerti. Ég og kerti höfum ekki átt vel saman í fortíðinni og þó ég sé með kerti útum allt kveiki ég eiginlega aldrei á þeim, því það hefur oft endað illa (til dæmis þegar ég kveikti í tannkreminu mínu um daginn). Home stafirnir eru úr Húsgagnahöllinni og eru uppi allann ársins hring, en ég týmdi ekki að taka þá niður þó ég væri að setja jóladót. Kramarhúsin eru úr Ikea og ég festi þau upp með kennaratyggjói á hilluna. Þarna sjáið þið líka aðeins hvernig litlu kúlurnar koma út á skartgripatréinu.

IMG_4753

Ofan á hillunni stendur litla jólageitin úr Ikea, en hún finnst mér vera algjörlega ómissandi skraut um jólin. Það er eitthvað svo gamaldags rómantísk-jól-alegt við hana! Vasinn með kúlunum er vasi sem ég er búin að eiga lengi og er held ég úr Blómaval, en venjulega er hann fylltur af M&M. Ég ákvað að nota kúlur sem ég átti og setja í hann, blandaði saman litlum og stórum og fannst það koma mjög vel út. Ég er alltaf svo hrifin af gylltu og rauðu saman og finnst það alveg einstaklega jólalegt.

IMG_4760

Jólarósirnar eru því miður ekki ekta, en mér hefur ekki ennþá tekist að læra að halda lífi í lifandi jólarós, svo ég læt þessar úr Ikea duga. Vasinn er líka úr Ikea og er í stíl við kertadiskinn. Ég föndraði þetta kerti í fyrra, en þetta er venjulegt hvítt kerti, sem ég límdi svo myndir af servíettu á, með servíettulími. Það er svo gaman að föndra fyrir jólin og eiga persónulegt skraut, og það er ekkert mál að búa til svona kerti. Eina sem þarf til er venjulegt kerti í hvaða lit sem þú vilt, servíetta með fallegri mynd, og svo servíettulím með brunavörn, sem fæst í föndurbúðum. Svo klippi ég bara myndirnar sem ég vill nota út og pensla smá lími á kertið, klessi þeim á, og pensla svo aftur lími yfir og leyfi að þorna.

IMG_4762

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: