5 uppáhalds í nóvember!

Jæja, seinasti mánuður ársins genginn í garð? Er þetta bara að gerast? Ég hlakka svo sannarlega til að njóta desember eftir prófatörnina mína, en þangað til ætla ég að segja ykkur frá 5 uppáhalds hlutum í seinasta mánuði!

IMG_4733

Úff, púff, vúff í hárið! Ég er búin að vera obsessed seinustu vikur að gera hárið mitt eins umfangsmikið og mögulegt er. Ég er búin að gera tilraunir með nokkur sjampó til að finna út hvað gefur mér sem mesta þykkt, en þetta hérna hefur haft vinninginn hingað til. Ég prófaði það í sumar hjá vinkonu minni og tók eftir því hvað hárið mitt varð miklu meira ‘púffað’ en venjulega, svo um daginn þegar ég vildi fá extra umfang í hárið mitt ákvað ég að kaupa það og það virkaði alveg jafn vel í sumar. Sé mikinn mun á umfangi hársins eftir að ég nota það, fæst í Hagkaup!

IMG_4612

Eitt óvæntasta uppáhaldið er nýji BB farðinn frá Maybelline. Ég fékk hann sem sýnishorn, en afskrifaði hann eiginlega strax og hélt að hann myndi ekki henta mér, en prófaði hann aldrei almennilega. Einn daginn var ég svo í skapi til að gera eitthvað öðruvísi (já svona er ég stundum flippuð) og ákvað að prófa hann, og komst að því mér til mikillar furðu að mér finnst hann æði! Þetta er kremkenndur fastur farði sem er í BB línunni hjá Maybelline. Ég ber hann á með Expert Face Brush frá Real Techniques, og nota svo Stippling burstann frá sama merki hreinann til þess að fá fallega áferð á farðann. Ég er alltaf jafn hissa hvað mér finnst hann æðislegur, áferðin verður airbrushed og silkimjúk, og ég nota hann bara einann og sér beint á hreina húð. Litirnir eru tveir og eru í dekkri kantinum, en ég nota light.

IMG_4724

Ég er algjörlega ástfangin af þessu naglalakki! Það er frá L’oreal, og er úr 50 shades of grey línunni eins og svarta latex naglalakkið sem ég sýndi ykkur um daginn. Það er ljósgrátt á litinn og með vaxáferð, sem er frekar þykk og mött. Ég er með þrjár umferðir á myndinni en mér finnst það fallegast svoleiðis, þó tvær séu alveg nóg. Liturinn heitir ‘Aux Chandelles’ og er númer 885 og fæst í stöndunum hjá L’oreal. Meira um svarta lakkið hér: https://gydadrofn.com/2014/10/10/ad-missa-mig-yfir-svartar-latex-neglur/ .

IMG_4623

Ég sagði ykkur um daginn frá einum lit í nýju varablýantalínunni frá Maybelline, en það var nude liturinn, sem er búinn að vera fastur liður í förðuninni minni síðan ég fékk hann (hér: https://gydadrofn.com/2014/10/08/ad-missa-mig-yfir-color-drama-velvet-lipliner/ ). Ég er samt alltaf að fá meira og meira æði fyrir þessum, þó ég sé alls ekki fyrir dökka varaliti. Hann er númer 310, heitir Berry Much, og er svona djúp-plómu-rauður. Hann seldist upp um leið og línan kom í verslanir, en er mættur aftur í standana. Hann er eins og hinir blýantarnir í línunni mjúkur og þykkur, og áferðin er mött þegar hann er kominn á. Hann er æði og ég hlakka til að nota hann óspart í desember!

IMG_4608

Það sem er algjörlega búið að bjarga mér seinustu daga, er þreytubana-augnkremið mitt, og ég verð eiginlega bara að minnast á það þó ég sé nýbúin að skrifa um það. Það er eins og ég sagði ykkur frá hvítt eða ljóst á litinn og mér finnst það útrýma öllum þreytumerkjum sem ég fæ í kringum augun! Dökkir baugar eftir próflestur langt fram á nótt hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ítarlegri umfjöllun hér: https://gydadrofn.com/2014/11/25/ad-missa-mig-yfir-threytubanar-fyrir-augu-og-andlit/ .

Aftur að bókunum, þið verðið af afsaka ef bloggið verður í lægð næstu tvær vikurnar, en ég mun koma sterk inn um leið og ég kemst í jólafrí!

xxx

Einhverjar af vörunum í færslunni voru fengnar sem sýnishorn. Það hefur þó ekki áhrif á álit höfundar og ávallt er sett fram einlægt og persónulegt mat á gydadrofn.com.

5 Comments on “5 uppáhalds í nóvember!”

  1. Ég nota einmitt mikið Aussie því það gefur svo mikla fyllingu og það er eitt sem mér finnst betra en þetta frá sama merki sem er selt í Krónunni. Svona beislitað með fjólubláu loki. Hárið helst hreinna lengur og með meiri fyllingu og líka betri lykt (finnst mér) 🙂

    Like

  2. Pingback: 5 uppáhalds í janúar! | gyðadröfn

  3. Pingback: Ég elska: MoroccanOil Volume Shampoo | gyðadröfn

  4. Pingback: Ég elska: MoroccanOil Volume Shampoo | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: