Að missa mig yfir: Tanya Burr augnhárin

Í gærkvöldi fór ég í launch partý haldið í tilefni þess að gerviaugnhárin hinnar dásamlegu Tanyu Burr voru að koma til landsins! Partýið var haldið í Kjólum og konfekt á Laugaveginum en þar var boðið upp á freyðivín, súkkulaði, og augnhárin kynnt.

IMG_4686

Fyrir þá sem ekki vita þá er Tanya Burr heimsfrægur bjútíbloggari og vloggari, sem setur reglulega inn skemmtileg myndbönd á Youtube. Ótrúlega flott stelpa og ég mæli með að kíkja á bloggið hennar á www.tanyaburr.co.uk. Augnhárin eru öll hönnuð af henni, en það eru 6 týpur að fara í sölu á Íslandi á næstu dögum. Augnhárin eru öll 100% human hair og handgerð, og eru fengin úr afgangshárum úr hárkollugerð, og eru því ekki raunveruleg augnhár af öðru fólki, sem betur fer! Af því hárin eru ekta eru þau sérstaklega endingargóð og það er auðveldlega hægt að nota þau í nokkur skipti ef maður passar að hreinsa þau á milli skipta með góðum augnfarðahreinsi.

IMG_4690_2

Þau augnhár sem mér finnst eiginlega flottust og ég held að eigi eftir að vera mest notuð hjá mér, eru þessi sem heita “Everyday Flutter” og eru hálfar lengjur sem eru ætlaðar til að setja á ytra augnlokið. Margir eru oft í miklum vandræðum með að setja á sig gerviaugnhár og láta lengjuna falla á rétta staði á augnlokinu, en með svona hálfum lengjum er það mun auðveldara. Eins og þið hafið kannski tekið eftir er ég nánast alltaf með vængjaðann eyeliner í förðuninni minni, og svona augnhár gera hann ennþá meira áberandi og ýkja vængina. Ef þið munið eftir árshátíðarförðuninni minni sem ég sýndi ykkur um daginn þá var ég akkúrat að nota svona hálfar lengjur þar.

IMG_4693

Ohh þessi hér..”Girls night out”, ekta djammaugnhár! Þau eru mjög þykk og gefa algjört glamúrlúkk. Pakkinn með mínum svona stendur akkúrat núna við hliðina á kampavínsflöskunni á stofuborðinu sem ég ætla að opna um leið og ég klára prófatörnina mína. Get hreinlega ekki beðið eftir að hrekja prófljótuna burt með þessum glamúraugnhárum..hlakka til að sýna ykkur myndir!

IMG_4695

Ég legg alltaf mikla áherslu á augnförðunina mína, og vill alltaf gera eins mikið úr augunum og ég get. Þessi hér, “Bambi Eyes”, láta augun virðast kringlóttari og sakleysislegri og eru alveg óóóótrúlega falleg. Þessi hér eru líkust þeim gerviaugnhárum sem ég nota ofast, og gefa mikla lengd og fallegann væng á augnlokin og mér líður eins og ég geti nánast flogið á augnhárunum mínum þegar ég er með þau!

IMG_4698

Strengurinn sem augnhárin eru fest við er glær á þeim öllum, og ótrúlega mjúkur, sem mér finnst vera mesti kosturinn. Það er alveg glatað að nota augnhár þar sem strengurinn er of stífur, því það er svo erfitt að móta þau eftir augnlínunni. Ég get alveg orðið vitlaus þegar ég er að reyna að festa á mig augnhár og lími annann endann niður, en svo um leið og ég lími hinn niður lyftist hinn upp og allt fer í klessu..óþolandi! Eins og þið sjáið á myndinni er handbragðið á augnhárunum ótrúlega vandað en eins og ég sagði áðan eru þau öll handgerð. Ég mæli með að prófa þessu flottu augnhár, en þau koma í verslanir innan skamms og verða á alveg ótrúlegu verði!

xxx

Vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf. Það hefur þó engin áhrif á álit höfundar á vörunni og ávallt er sett fram hreinskilið og einlægt álit á gydadrofn.com.

2 Comments on “Að missa mig yfir: Tanya Burr augnhárin”

  1. Pingback: Skref-fyrir-skref: Everyday Flutter frá Tanya Burr | gyðadröfn

  2. Pingback: Skref-fyrir-skref: Everyday Flutter frá Tanya Burr | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: