Langar í: 3 lúkk frá Vero Moda
Í dag tók ég mér örstutt frí frá ritgerðarskrifum og fór og kíkti á nýju línuna sem var að koma í Vero Moda. Búðin er ein af mínum uppáhalds enda finnst mér alltaf ótrúlega margt fallegt til hjá þeim. Þessar flíkur stóðu upp úr hjá mér í dag!
Þessar tvær flíkur eru algjörlega efst á óskalistanum. Mig vantar akkúrat svona svartan, síðan kjól sem passar við allt, og þessi er með öðruvísi efni að framan sem kemur ótrúlega vel út. Ég á ótrúlega mikið af fallegum sokkabuxum, en er svo oft í vandræðum með að finna mér nógu síða boli eða kjóla við þær sem eru þunnar. Þessi væri því algjörlega tilvalinn! Jakkinn eða peysan hægra megin greip augað mitt strax og er alveg tilvalin yfirhöfn. Mér finnst svo flott á haustin og veturna að hafa lögin af fötum mörg, og ég held það kæmi mjög vel út að vera í nokkrum lögum innanundir þessum jakka, til dæmis kjólnum, og svo kannski með áberandi loðkraga.
Ein af fínlegri flíkunum í nýju línunni er þessi ofboðslega fallegi kjóll. Vá hvað mig langar í hann fyrir jólin! Bakið er alveg to die for. Ég er alltaf hrifin af kjólum sem eru opnir í bakið og blúndan gefur þessum svo fínlegt yfirbragð. Ekta jóla eða áramótakjóll sem væri dásamlega fallegur við fínlegar sokkabuxur.
Þriðja lúkkið sem mér fannst mjög flott er þessi fallega peysa, sem er sýnd á myndinni við sítt svart plíserað pils, sem er líka nýtt. Sniðið á peysunni finnst mér vera undir asískum áhrifum, sem að eru algjörlega minn stíll. Mér finnst hálsmálið æðislega fallegt og liturinn ótrúlega krúttlegur! Axlasaumarnir falla frekar neðarlega svo heildarlúkkið verður afslappað, en kvenlegt.
Ó hvað ég vildi óska að ég ætti endalausann pening til fatakaupa..en á meðan skoða ég myndir og læt mig dreyma!
xxx