Að missa mig yfir: Þreytubanar fyrir augu og andlit!

Nú fer að koma sá tími þegar margir eru að fara á fullt í prófatörn (ég er ein af þeim) og jólastressið fer að hellast yfir aðra. Þá er ekki slæmt að eiga leynivopn við þreytulegri húð og augum í töskunni! Mig langar að segja ykkur frá tvem vörum sem að mér finnst algjör snilld til að fríska uppá þreytta húð og þreytt augu, og eru svo sannarlega áhrifaríkt leynivopn!

IMG_4606

Vörurnar tvær eru báðar úr nýrri línu frá L’oreal, sem heitir “Skin Perfection”. Línan er ný á Íslandi og það komu alls fjórar vörur, serum fyrir andlitið, andlitskrem, og svo þessar tvær vörur sem ég ætla að segja ykkur frá hér. Ég var alveg ótrúlega spennt þegar línan kom, því ég hafði keypt mér serumið og líka BB krem úr línunni þegar ég var úti í Bretlandi um daginn, og var svo ánægð með það að mig langaði að prófa meira. Markmið línunnar er að vinna að því að gera áferð húðarinnar fallegri, og L’oreal gefur út að línan sé fyrir konur á tvítugs og þrítugsaldrinum. Mér finnst alltaf svo gaman að fá vörulínur fyrir þennan aldur, því hann virðist oft gleymast hjá snyrtivöruframleiðendum. Oft er bara í boði “venjuleg” rakakrem sem henta fyrir allann aldur, og svo virk krem fyrir eldri húð.

IMG_4605

Fyrst ætla ég að segja ykkur frá stærri túbunni, sem er þreytubani fyrir andlitið. Kremið er ætlað til að nota hvenar sem er yfir daginn þegar húðin virðist þreytt, en ekki sérstaklega sem rakakrem. Kremið inniheldur E og B vítamín, sólarvörn SPF20 og líka efnið sem er einkennandi fyrir alla línuna og heitir Perline-P, en það virkar til að minnka sýnilegar svitaholur, laga litatón húðarinnar, og áferð hennar. Mér finnst það gefa mér ótrúlega fallegann ljóma sem ég hef bara náð áður með því að nota vítamín andlitsmaska, svo það er æði að hafa það í svona handhægum umbúðum. Ég nota mitt svona krem yfirleitt á morgnanna yfir dagkremið mitt þegar ég er þreytt, og það er alveg ótrúlegt hvað það birtir yfir húðinni, og hún verður mun áferðafallegri. Um daginn var ég búin að eiga langann dag, svo ég skellti því á mig seinnipartinn, yfir allt andlitið, og það var alveg ótrúlegt hvað ég frískaðist við. Þetta er klárlega nýja leynivopnið mitt við þreyttri húð og er orðinn fastagestur í töskunni minni!

IMG_4608

Seinni varan er algjörlega frábær og er örugglega það besta sem hefur komið fyrir augun mín seinustu mánuði. Það er augnkremið úr Skin Perfection línunni sem kemur í litlu túbunni, og er eiginlega hvítt eða ljóst á litinn. Það er ætlað til að nota í kringum augun til að minnka dökka bauga, augnpoka og fínar línur. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað það umbreytir augunum mínum! Eins og ég hef sagt ykkur frá áður þá er ég með frekar viðkvæm augu, og húðin í kringum þau verður oft rauð og dekkri en húðin í kring. Þetta krem kemur eins og stormsveipur og útrýmir dökka litnum svo augnsvipurinn verður mikið bjartari. Það gefur mér líka náttúrulegann ljóma í kringum augun sem mér hefur alltaf fundist mjög erfitt að ná. Loksins finnst mér ég geta verið “nakin” um augun, það er að segja ekki með neina tegund af augnskugga, án þess að vera þreytuleg. Algjörlega dásamlegt augnkrem sem ég mæli með að eignast!

xxx

4 Comments on “Að missa mig yfir: Þreytubanar fyrir augu og andlit!”

  1. En t.d. kremið í stærri túbunni, setur þú það þá yfir make-upið þitt og það heldur sér alveg? Eða er þetta meira svona að þú getur skellt þessu yfir andlitið hvenær sem er yfir daginn EF þú ert ekki máluð? 🙂

    Like

    • sko ég var með léttann farða á mér um daginn, sem að hafði dofnað aðeins þegar leið á daginn, og setti kremið bara beint yfir hann og það var ótrúlega flott 🙂 Ég myndi kannski ekki setja það yfir ef ég væri með þykkann mjög þekjandi farða eða þykkan púðurfarða, þar sem það gæti blandast illa, en með léttari farða er það mjög flott! Svo bara auðvitað passa ég alltaf upp á að þrífa húðina vel á kvöldin 🙂

      Like

  2. Pingback: Ég elska: Skin Perfection frá L’oreal | gyðadröfn

  3. Pingback: Ég mæli með: Augnkreminu frá Urtasmiðjunni | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: