Uppskrift: Rolo karamellukex

Við mamma erum aldeilis ekki búnar að láta okkar eftir liggja í smákökubakstrinum um helgina! Í fyrra bökuðum við 16 sortir og það lítur allt út fyrir að við séum að fara að toppa okkur í ár. Já ég veit..við erum engan vegin venjulegar þegar kemur að jólabakstrinum. Rolo karamellukexið hefur verið bakað síðan 2012 og er komið yfir á listann yfir það sem má alls ekki sleppa!

IMG_4583

Þegar við ætluðum að fara að byrja uppskriftinni þetta árið uppgötvuðum við hinsvegar að við höfðum aldrei skrifað uppskriftina niður. Við mundum að hún hefði sennilega verið úr Gestgjafablaði og eftir mikla leit og endalaust flett á gömlum Gestgjafablöðum fannst hún loksins í jólablaðinu frá 2011. Mamma segir að hún muni sennilega aldrei gleyma hvar hún er eftir þetta en ég ætla samt að setja hana hér til öryggis, og í leiðinni deila henni með ykkur!

IMG_4580

Þetta karamellukex er algjörlega dásamlegt. Það er mjúkt með miklu súkkulaðibragði, og roloið í miðjunni bráðnar svo karamellan dreifist yfir allt kexið. Eftir tilraunir seinustu tvö ár höfum við fundið út að okkur finnst best að skera rolo bitana í tvennt, og setja hálfan bita í hverja köku og gera þær þá aðeins minni. Við settum roloið aðeins í frystinn til að karamellan rynni ekki út þegar það væri skorið, en sennilega er alveg nóg að hafa það í ísskápnum áður en það er skorið. Þegar við settum heilann mola fannst okkur þær alveg í stærsta lagi, og roloið rann svolítið út. Ef þið viljið nota heila rolo mola, er sniðugt að setja þá í frysti í 15mín áður, svo þeir renni ekki jafn hratt út.

IMG_4589

Uppskrift fengin úr Gestgjafanum, 15. tölublaði árið 2011, bls. 62.

Uppskrift fyrir 30stk af karamellukexi:

220g Smjör

200g Púðursykur

250g Sykur

2tsk Vanillusykur

2 Egg

60g Kakó

280g Hveiti

1tsk Matarsódi

3 pakkar Rolo

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör, púðursykur, sykur og vanillusykur. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið mjög vel á milli. Blandið kakói, hveiti og matarsóda samn við og vinnið deigið vel saman. Mótið kúlu úr einni kúfaðri teskeið af deigi og fletjið hana dálítið út í lófanum. Setjið eitt Rolo (við notum hálft hér) í miðjuna á kúlunni og rúllið kúlunni saman til að hylja Rolo-molann. Raðið níu kúlum á bökunarpappírs klædda ofnplötu. Bakið kökurnar í 8-10 mínútur og leyfið þeim að kólna vel áður en þær eru teknar af plötunni.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: