Að missa mig yfir: Handáburður frá Crabtree & Evelyn

Í dag rölti ég með mömmu í alveg ótrúlega sæta búð í miðbæ Akureyrar sem heitir Systur & Makar, og er á Strandgötunni. Ég mæli 100% með að kíkja í þessa krúttlegu búð ef þið eigið leið um, en þar fæst ótrúlega margt fallegt! Tilefnið var að mömmu vantaði handáburð, og var búin að frétta að dásamlegi handáburðurinn frá Crabtree & Evelyn fengist þar.

IMG_4547

Ég hafði prófað þennan handáburð fyrir nokkrum árum síðar, en þá tegund sem var í bláum umbúðum og hét “60 second fix for hands”. Mér fannst þetta alltaf besti handáburður sem ég hafði prófað, en ég fékk hann að gjöf og svo vissi ég aldrei hvaða tegund hann var eftir að hann kláraðist. Þegar við fórum og keyptum handáburðinn hennar mömmu sá ég að þetta var sama merki og blái handáburðurinn sem ég átti fyrir löngu síðan! Ég elska þegar ég uppgötva aftur eitthvað sem ég var búin að gleyma, og þessi handáburður er akkúrat varan sem mig vantaði að finna aftur. Ég er algjörlega ástfangin af umbúðum, sem eru alveg ótrúlega fallegar. Ekki skemmdi svo fyrir þegar afgreiðslukonan gaf okkur þennan ótrúlega flotta poka með kaupunum, en hann er virkilega fallegur, og er meirasegja prentaður að innan.

IMG_4550

Mamma keypti sér stórar umbúðir af avocado, olívu og basil handáburðinum, og litla túbu af sítrónu, hunangs og kóríander til þess að hafa í töskunni. Eins og þið vitið þá elska ég sítrónu og hunang, og kóríander er líka uppáhalds kryddið mitt. Handáburðurinn er sá allra besti sem ég hef prófað og ég algjörlega elska lyktina af honum. Hendurnar mínar hafa aldrei verið jafn fullkomlega mjúkar, og ég ætla að næla mér í mína eigin túbu mjög fljótlega.

listView

Þegar ég fór að skoða Facebook síðuna hjá Crabtree & Evelyn á Íslandi sá ég að það er hægt að kaupa svona pakka með 6 mismunandi tegundum af litlum túbum í Saga Shop í flugvélunum hjá Icelandair. Svona pakki er algjörlega fullkominn, hversu dásamlegt væri að eiga 6 mismunandi ilmi af handáburðinum til að geta skipt á milli? Annars eru útsölustaðirnir þónokkrir og ég fann lista yfir þá hér: http://heggis.is/utsolustadir.html

xxx

1 Comments on “Að missa mig yfir: Handáburður frá Crabtree & Evelyn”

  1. Pingback: Heima hjá mér: Noel jólakerti frá Crabtree & Evelyn | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: