Ég elska: Upplífgandi sítrónuolía

Loksins er þessi fimmtudagur runninn upp! Akkúrat núna sit ég á flugvellinum að bíða eftir flugvélinni sem ætlar að fara með mig til Akureyrar, en ég ætla að kíkja í heimsókn yfir helgina. Ég get svona eiginlega ekki beðið, það er alltaf gott að komast heim og sérstaklega núna þar sem ég veit að mamma mín er byrjuð á jólaundirbúningnum og honum vil ég sko ekki missa af! Ég ætla að nýta helgina til þess að slaka á, svona rétt áður en prófatörnin í háskólanum skellur á, ekki veitir af!

En í tilefni þess að dagarnir eru alltaf að styttast og veðrið er ekki beint búið að leika við okkur höfuðborgarbúana upp á síðkastið, langar mig að segja ykkur frá einu sem mér finnst alltaf hjálpa til við að lífga upp á daginn minn og gera hann betri!

IMG_4533

Eitt af því sem mér finnst stundum vera vanmetið er hvaða áhrif lykt getur haft á okkur. Við hlustum á tónlist til þess að gleðja eyrun okkar, og höfum fallegt í kringum okkur til þess að gleðja augað okkar, en gleymum kannski hvað það er hægt að hafa mikil áhrif á skapið, og þar með daginn okkar, með lykt. Ég er reyndar með ótrúlega næmt lyktarskyn og mikla þörf fyrir að hafa góða lykt í kring um mig, þó að ég sé alls ekki hrifin af sterkum ilmvötnum. Ég vel mér yfirleitt alltaf frekar náttúrulegar lyktir og eitt af því sem ég elska er að nota ilmkjarnaolíur. Sítrónu ilmkjarnaolían mín frá Now Solutions er búin að vera í uppáhaldi seinustu daga, enda er hún ótrúlega upplífgandi! Mér finnst algjörlega dásamlegt þegar ég vakna á morgnanna, að setja 1-2 dropa á úlnliðinn minn og finna hvernig lyktin af henni hressir mig við!

IMG_4534

Mér finnst margir oft vera í vandræðum með hvernig þeir geta notað ilmkjarnaolíur. Þær eru mjög “concentreraðar” olíur sem innihalda hátt hlutfall af lyktarefnum af tiltekinni plöntu eða fræi. Það er auðvitað mjög sniðugt að næla sér í kertastjaka sem er með sérstakri skál ofan á þar sem hægt er að setja olíuna, sem hitnar svo við kertalogann og losnar út í andrúmsloftið en þar sem að ég nota sítrónuolíuna helst á morgnanna og fyrri part dags finnst mér það ekki alveg henta. Mér finnst frábært að setja hana á úlnliðinn minn þegar ég vakna þar sem ég get lyktað af henni yfir daginn til að hressa mig við. Annað sem ég geri stundum er að setja 5-6 dropa í spreybrúsa með vatni, sem er svo hægt að spreyja í kringum sig þegar maður vill.

IMG_4537

Þegar ég er búin að setja vatn og sítrónuilmkjarnaolíuna í vatnsbrúsa finnst mér yndislegt að spreyja henni yfir staði þar sem ég vil að lyktin festist, til dæmis yfir rúmmið mitt. Spreyið er ekki eins sterkt og ilmvatn, heldur mun mildara og lyktin endist ekki mjög lengi. Ég spreyja henni oftast líka aðeins yfir sjálfa mig, uppí loftið, og það er fátt jafn frískandi og að fá yfir sig sítrónuilmandi vatnsmistrið. Ég mæli algjörlega með að prófa að kaupa sér ilmkjarnaolíu, og finna út hvaða lykt ykkur finnst góð. Ég er auðvitað þekkt fyrir að elska sítrónu, og sítrónulyktin er þekkt fyrir að vera upplífgandi, svo þetta er fullkomið hjónaband hjá okkur!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: