Topp 3: Jóladagatöl 2014!

Eins og ég sagði ykkur frá í gær er aðventann minn uppáhalds tími. Ég er algjört jólabarn og elska allt sem viðkemur jólunum. Næstu vikur eiga því líklega eftir að verða undirlagðar af allskonar jólafærslum svo prepare yourselves..

Eitt af því sem mér finnst ómissandi á aðventunni og ég gæti ekki hugsað mér að sleppa, er að fá mér jóladagatal! Þegar ég var yngri átti ég yfirleitt alltaf fleiri en eitt dagatal, eitt venjulegt með litlum súkkulaðimolum, og eitt stærra með skemmtilegu dóti eins og Playmo eða einhverju sem mér fannst spennandi. Stundum átti ég líka sjónvarpsdagatalið, en í minningunni fannst mér jóladagatal Gunna og Felix alltaf langskemmtilegast, og ég á það meirasegja upptekið á vídjóspólu heima hjá mömmu. Hver veit nema ég horfi á það um helgina.. Mér finnst því algjör nostalgía fólgin í því að fá mér dagatal, og ég elska hvað seinustu ár hafa verið gefin út fleiri dagatöl fyrir fullorðna. Í ár ætla ég að reyna að halda mig við eitt dagatal, en get ómögulega ákveðið hvað á að verða fyrir valinu. Ég er búin að koma auga á þrjú skemmtileg dagatöl sem mér finnst afskaplega falleg en það eru þessi hér:

#1 – Johan Bülow Lakkrísdagatal

slideshow_1_fotor

Þetta dagatal er eiginlega efst á óskalistanum, en það er algjörlega dásamlegt dagatal frá Johan Bülow, sem er danskur gæða-lakkrís framleiðandi. Auk þess að vera ofboðslega fallegt og jólalegt í senn er ég viss um að innihaldið stenst væntingar. Lakkrísinn hans Johans er allra besti lakkrís sem ég veit um eins og ég hef áður sagt ykkur frá og það fær enginn sem ég þekki að fara í gegnum fríhöfnina án þess að koma með amk. eina dós af lakkrís handa mér. Ég elska líka allt sem er gyllt fyrir jólin og þetta dagatal væri aldeilis fallegt á kommóðunni í herberginu mínu. Það fæst í Epal og Fríhöfninni og kostar 4950kr í Epal.

#2 – Body Shop Snyrtivörudagatal

26894m_2_l_fotor

Úff þetta dagatal er einum of fullkomið fyrir snyrtivörufíkil eins og mig! Ég sá það í glugganum á The Body Shop um daginn og varð ástfangin af því strax. Eitt af því sem ég elska jafnmikið og snyrtivörur, eru miniature útgáfur af snyrtivörum, kannski því ég er svo nýjungagjörn og finnst svo gaman að skipta um vörur og prófa nýtt. Með þessu dagatali fær maður að prófa 24 mismunandi vörur á hverjum degi í desember, og ég get næstum því ekki ýmindað mér neitt meira spennandi en að fá nýja tegund eða lykt af kremi að prófa á hverjum degi. Það kostar 14.990kr í The Body Shop.

#3 – Súkkulaðidagatal frá Simply Chocolate

slideshow_10_fotor

Þriðja dagatalið rakst ég á í Hagkaup í Kringlunni um daginn og varð ástfangin af því undir eins. Það er nefnilega alveg risastórt. Alveg bara næstum því jafn langt og ég..eða svona allavega upp að handakrikum..minnir mig. Það inniheldur súkkulaðimola frá súkkulaðiframleiðandanum Simply Chocolate, sem býr til dásamlegt súkkulaði. Framan á dagatalinu stendur stórum stöfum “Size Matters” og ég er svo sannarlega sammála því þegar kemur að súkkulaði. Það sem mér finnst líka sérstaklega lokkandi við þetta dagatal er að (eins og þið sjáið á efstu myndinni) það eru stundum fleiri en einn gluggi fyrir hvern dag. Stundum nefnilega þarf að vera einn aukamoli fyrir 3 og 1/2 dag..eru ekki allir sammála því? Til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort mig langaði í þetta dagatal (allt í þágu vísindanna), keypti ég lítið box sem hét “Santas Favorites” og innihélt 6 dásamlega stóra mola í mismunandi bragðtegundum. Ég var búin með 3 áður en ég var komin út úr Kringlunni (Hagkaup er mjög stutt frá útganginum), svo það er skemmst frá því að segja að þeir stóðust væntingar. Þetta dagatal kostar 3990kr í Hagkaup.

Þá er bara að velja..þrjú dagatöl eru nefnilega of mikið..er mér sagt allavega..

xxx

4 Comments on “Topp 3: Jóladagatöl 2014!”

 1. aloha 🙂
  Ég vinn í hagkaup í kringlunni og við fengum að opna eitt svona size matters dagatal til að smakka (stundum elska ég vinnuna mína) en í því eru bara 2 tegundir af súkkulaðinu, dökka og hvíta með svörtu ögnunum. Bara svo þú gerir nú örugglega upplýsta ákvörðun 😀
  Ps. vá hvað ég vildi að ég hefði efni á body shop dagatalinu ég er að deyja mig langar svo í það.
  pps. þú ert uppáhalds bloggið á bloggrúntinum (og ég var smá starstruck þegar þú komst að kynna í hagkaup um daginn en ég þorði ekkert að koma að tala við þig úps)

  Like

  • Aahh okei það er mjög gott að vita! Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað hafa mjólkursúkkulaðimolana með, þeir eru fáránlega góðir 😉
   Og já ég er sammála, mig langar ótrúlega mikið í Body Shop dagatalið, á eftir að gera það upp við mig hvort ég tými því 🙂
   Og þú ert nú meiri snúllan! Endilega segðu hæ við mig næst, alltaf gaman að hitta svona yndislega lesendur!! 🙂

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: