Nóvember á Instagram!
Ég er svo ótrúlega ánægð að uppáhalds mánuður ársins er næstum því genginn í garð! Bara tæpar tvær vikur í fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan er algjörlega minn uppáhalds tími. Á meðan ég bíð ætla ég að sýna ykkur myndir frá seinustu vikum sem ég deildi á Instagram. Fylgstu með @gydadrofn!
Þegar ég var úti í Bretlandi fyrr á árinu keypti ég mér Naked2 pallettuna frá Urban Decay og er búin að nota hana endalaust mikið. Fyrir nokkrum vikum sá ég að ég var að verða búin með 2 liti í henni, en það var mattur ljós, og dekkri mattur litur. Ég ákvað að það væri því kominn tími á að ég nældi mér í Naked2 Basics, en hún er með 6 litum sem eru allir mattir. Mér finnst þetta vera hin fullkomna palletta, og ég nota hana bæði hversdags og líka þegar ég er að gera dramantískari skyggingar, elska hana!
Í kringum hrekkjavökuna fyllast matvörubúðirnar af graskerjum, og ég stóðst ekki mátið og nældi mér í eitt stykki. Í kjölfarið fékk ég æði fyrir allskonar graskers, en þessi hafragrautur sem er í anda graskersböku var algjörlega dásamlegur. Ég notaði butterscotch dropa ofan á, en þeir eru eitt það allra besta sem ég veit. Í grautnum var líka hnetumjólk og brúnköku-krydd, og ég borðaði hann heitann svo butterscotchið bráðnaði samanvið..fullkomið!
Ég var sko ekki lengi að næla mér í dall af piparkökum og dós af jólaöli þegar ég fór að versla um daginn. Þetta er eitt jólalegasta combo sem ég veit um og kemur mér alltaf í jólaskap. Ég hef lagt það í vana minn að taka “jólaljósarúnt” um miðjan desember og skoða jólaskreytingarnar í bænum, og þá er alltaf jólaöl og piparkökur með í för. Get varla beðið eftir fólk setji upp jólaljós svo ég geti skoðað, en í ár verður rúnturinn sennilega tekinn í borginni en ekki á Akureyri, sem verður skemmtileg tilbreyting. Ég held samt ég þurfi að kaupa mér nýjann dall af piparkökum..þessi entist nefnilega ekki lengi!
Ég hoppaði hæð mína þegar ég sá að bleika Skin Perfection línan frá L’oreal var að koma til landsins. Ég er búin að eiga serumið á myndinni í rúmlega ár, og það var akkúrat að klárast, svo það er æði að geta keypt það í búð hérna á Íslandi. Ég er líka sérstaklega hrifin af augnkreminu og hinar tvær vörurnar í línunni lofa einstaklega góðu. Meira um það síðar!
Ég elska kaffi..og ég elska jólin..og ég elska líka jólakaffið á Te og kaffi! Mér finnst jólabollarnir þeirra ótrúlega fallegir, og ég fagnaði komu þeirra með einni dásamlegri Grýlu í skólanum um daginn. Grýla er tvöfaldur latte með heslihnetu og súkkulaðisýrópi, og svo er rjómi og karamellusósa ofaná og punkturinn yfir i-ið eru muldu heslihneturnar efst!
Mig dreymir um að eiga risastórann spegil með svona ljósaperustæðum sitthvorumeginn á hliðunum. Þessi er heima hjá ömmu minni og svona lýsing er akkúrat það sem ég þyrfti á spegilinn minn. Svo finnst mér það líka svo ótrúlega fallegt og það minnir mig á falleg gamaldags snyrtiborð!
xxx
Hvar pantaðir þú naked pallettuna? 🙂
LikeLike
Ég pantaði hana á Ebay 🙂
Leitaðu að: Urban Decay Naked2 Basics og þú ættir að fá einhverjar niðurstöður, svo valdi ég bara þann söluaðila sem var ódýrastur! 🙂
LikeLike
Pingback: 5 uppáhalds í mars! | gyðadröfn
Pingback: 5 uppáhalds í mars! | Gyða Dröfn
Hæhæ, varstu með uppskrift af hafragrautnum einhverstaðar? Ooof girnilegur hjá þér 🙂
LikeLike
Hæhæ! já ég notaði þessa hér: http://www.thecookierookie.com/pumpkin-pie-oatmeal/
Alveg virkilega góður! 🙂
LikeLike