Skref-fyrir-skref: Augabrúnir

IMG_4455

Eitt stærsta förðunartrend ársins eru fallegar, þykkar og vel mótaðar augabrúnir. Þetta trend er ekki það allra besta fyrir mig því ég er með frekar gisnar og þunnar augabrúnir, og á erfitt með að gera þær áberandi án þess að þær verði gervilegar. Um daginn kynntist ég hinsvegar nýrri vöru sem að reddar mér alveg, en það er augabrúnagelið frá L’oreal!

IMG_3431

Gelið kemur með lítilli og nettri greiðu sem er algjört æði. Um daginn sagði ég ykkur frá því að ég væri búin að nota glæra gelið meira en það litaða, en það er eiginlega búið að snúast við seinustu vikur. Ég er búin að nota litaða gelið nánast upp á dag og finnst ég varla geta án þess verið. Ég er nefnilega ekki búin að lita á mér augabrúnirnar ótrúlega lengi, og partur af ástæðunni er að litaða gelið reddar mér svo vel að ég hef bara ekki séð þörfina til að lita þær! Mig langar að sýna ykkur skref-fyrir-skref myndir, en eins og þið sjáið þá umbreytir gelið mínum augabrúnum. Ég nota ekkert annað til að fylla upp í þær, en greiðan gefur mér alveg jafn góða fyllingu og blýantur eða túss!

IMG_4099_fotor

Ég enda yfirleitt alltaf á augabrúnunum þegar ég er búin með allt annað. Á fyrstu myndinni sjáið þið brúnirnar mínar alveg ósnertar, en ég var búin að bera á mig fljótandi farða. Það fyrsta sem ég geri er að greiða í gegn um hárin með burstanum, eins og ég sé að bera á mig maskara, með mjög hröðum strokum. Ég nota breiðasta partinn af burstanum og greiði öll hárin upp í loftið, svolítið frá húðinni, til að ná að bera nægilega mikinn lit á þau öll. Þær eru frekar úfnar á þessu stigi, en ekki vera hræddar við að greiða hárin vel upp, við lögum það á eftir.

IMG_4033_fotor

Næst nota ég eyrnapinna til að laga ef eitthvað hefur farið útfyrir í hamaganginum fyrir ofan, og leyfi gelinu að þorna örlítið á meðan, áður en ég held áfram. Næst nota ég fremsta hlutann af burstanum til að fá örlítið meiri lit ofan í húðina, og strýk svo eftir brúninni með sama hluta af burstanum til að laga hárin sem stóðu út í loftið. Hérna nota ég miklu hægari hreyfingar og vanda mig meira og móta þær eins og ég vil hafa þær, frá byrjun og út í endana. Passið að gelið þorni ekki of mikið á milli, bara rétt á meðan þið lagið til með eyrnapinna ef eitthvað hefur farið útfyrir.

IMG_40330_fotor

Seinasta skrefið til að fullkomna lögun brúnanna er að bera hyljara í kringum þær til að móta þær enn betur. Ég nota Lumi hyljarann minn frá L’oreal, en það er uppáhalds hyljarinn minn til að nota í kringum augun. Ég nota burstann á hyljarapennanum til að strjúka undir brúnina, og meðfram henni á milli augnanna. Það er líka hægt að setja hyljara fyrir ofan þær ef þið viljið móta þær ennþá betur. Næst nota ég skáskorna farðaburstann frá Real Techniques til að dreifa úr hyljaranum, en mér finnst þægilegast að nota skáskorinn bursta svo ég geti strokið eftir brúninni í einni stroku.

Augabrúnagelið fæst í stöndunum hjá L’oreal í Hagkaup og apótekum, og ég mæli sko ekki með því að láta það fram hjá sér fara!

xxx

Vöruna í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit höfundar á vörunni, og á gydadrofn.com er alltaf sett fram hreinskilið og einlægt álit.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: