Að missa mig yfir: Umfangsmeira hár á 3sek

Um daginn var ég á rölti í Hagkaup í Kringlunni, á neðri hæðinni, þegar ég rakst á stand með allskonar tegundum af hárpúðum til að láta hárið virðast umfangsmeira. Ég nældi mér í einn pakka og finnst hann alveg hreint ótrúlega sniðugur!

IMG_0009

Ég nota mjög oft svona “kleinuhringi” í hárið sem eru ætlaðir til að hafa innan í snúðum og gera þá lögulegri, og finnst þeir æði, sérstaklega þar sem ég er með frekar þunnt hár og á erfitt með að gera það nógu “stórt” til að gera snúðinn eins og ég vil. Standurinn sem ég sá í Hagkaup var mjög spennandi og það voru til allskonar tegundir af púðum til að nota í hárið, ekki bara hringlaga kleinuhringir. Til dæmis voru líka til svona aflangir púðar sem eru eins og pylsur í laginu og er hægt að nota innan í snúninga og fleira. Ég keypti mér þennan pakka á myndinni, sem er til að nota undir slétt hár til að fá meiri fyllingu. Pakkinn inniheldur tvo minni púða, og einn stærri. Þessir minni henta mjög vel til að nota sitthvorumegin við skiptingu, og þessi stóri ofan á höfuðið.

 IMG_0010

Það þægilegasta við púðana er að þeir eru með spennu undir sem er auðvelt að spenna hvar sem er í hárið. Svo eru þeir með hálfum frönskum rennilás ofaná, sem að gerir það að verkum að hárið helst vel yfir þeim, og rennur ekki sitthvorumegin við. Mit hár á það oft til að verða svo ótrúlega flatt sitthvorumegin við skiptinguna ef ég skipti í miðjunni. Ég næ kannski að spreyja það upp með hárspreyi áður en ég fer út en þegar ég kem heim er það alltaf búið að leka niður. Seinustu helgi var ég á leiðinni út á laugardagskvöldið og setti púðana undir slétt hárið báðu megin á hausnum. Þeir héldust ótrúlega vel, ég þurfti ekkert að laga þá allt kvöldið og var laus við að reyna að “púffa” hárið á mér upp allt kvöldið!

IMG_0008

Hérna er ég með stærri púðann undir hárinu ofarlega á hausnum, og svo kemur teygjan sem heldur snúðnum aftan við hann. Hann sést alls ekki neitt og færist ekkert úr stað, ótrúlega þægilegt! Ég held bara að ég ætli að næla mér í fleiri týpur af svona púðum, kannski ég fái mér pylsuna og prófi mig áfram með skemmtilegar greiðslur!

xxx

1 Comments on “Að missa mig yfir: Umfangsmeira hár á 3sek”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: