Uppskrift: Bananamúffur með grískri jógúrt

Þegar það er mikið að gera og mikið stress er einn staður þar sem ég næ alltaf sérstaklega vel að slaka á..í eldhúsinu. Ég veit fátt meira róandi en að dunda mér við að baka og búa til eitthvað gómsætt, og ég lít á það sem nauðsynlegann part af stressfylltum degi til að ná að slaka á. Stærsta vandamálið mitt er samt yfirleitt að finna einhvern til að borða það sem ég baka, stundum eru nefnilega nokkrir dagar í röð sem ég þarf á slökuninni að halda og þá safnast fyrir allskonar góðgæti í eldhúsinu, sem er mun meira en ein manneskja kemst yfir að borða. Lúxusvandamál..

IMG_3836_fotor

Í gær bjó ég til algjörlega dásamlegar múffur sem eru meirasegja hollustumegin í lífinu. Það er nefnilega ekkert hveiti og engin olía, bara hafrar og grísk jógúrt. Uppskriftina fann ég á bloggi sem heitir Running with spoons, og ég er tiltölulega nýbyrjuð að fylgjast með (hér: http://www.runningwithspoons.com/2014/06/24/banana-oat-greek-yogurt-muffins/ ). Þær eru fáránlega auðveldar í framkvæmd, og hollar! Meirasegja nógu hollar til að borða í morgunmat! Innihaldsefnin eru öll sett í blandara og svo hellt í mótin og bökuð í 15-20 mínútur. Ég keypti ótrúlega sæt ferningslaga pappírsmót í Ikea um daginn sem eru úr jólalínunni, en ég stóðst samt ekki mátið að nota þau núna. Þau komu í pakka með tvem stærri formum sem eru tilvalin undir bananabrauð eða jólakökur, og svo eru átta svona lítil. Formin eru svipað stór og stærri týpur af muffinsformum og hentuðu mjög vel undir þessar múffur

IMG_3823

Þó að múffurnar séu hollustumegin í lífinu þá er samt smá súkkulaði í þeim..en smá súkkulaði drepur nú engann! Það er líka nauðsynlegt að fá smá súkkulaði til að lifa daginn af, og í múffurnar notaði ég mini útgáfu af Hersey’s mjólkursúkkulaðikossum sem fást í Hagkaup. Ég elska allt sem er mini útgáfa af einhverju stærra, svo ég stóðst ekki mátið að kaupa þessa þegar ég sá þá. Droparnir eru stærri en venjulegir súkkulaðidropar sem eru ætlaðir í bakstur en mér finnst ótrúlega gott að hafa svona súkkulaði “chunks” í múffunum.

IMG_3820

Bananamúffur með grískri jógúrt:

1 bolli grísk jógúrt

2 bananar (best að hafa þá vel þroskaða)

2 egg

2 bollar hafrar

1/4 bolli púðursykur

1 og 1/2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matarsódi

1/2 bolli súkkulaðibitar

Hitið ofninn í 200°á undir/yfir hita. Setjið öll innihaldsefnin (á myndinni) nema súkkulaðibita í blandara eða matvinnsluvél, og blandið þar til deigið er orðið kekkjalaust. Hrærið næst súkkulaðibitum samanvið og hellið í muffinsform, gott er að miða við að fylla formið að 3/4. Bakið í 15-20 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið er inn að miðju kemur hreinn út.

IMG_3852

Gríska jógúrtin gerir þessar múffur svo ótrúlega mjúkar og þéttar, og þær nánast bráðna uppí manni. Það er hægt að nota gríska jógúrt í svo ótrúlega margt og það er meirasegja oftast hægt að skipta út olíum og smjöri að hluta til fyrir hana. Ég mæli með að prófa þessar múffur, þær eru ótrúlega einfaldar að framkvæma og útkoman er dásamleg!

xxx

1 Comments on “Uppskrift: Bananamúffur með grískri jógúrt”

  1. Pingback: Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir magann | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: