Uppskrift: Aspirín-Andlitsmaski

Úff þvílík vika sem ég er búin að eiga! Ég er varla búin að eiga lausa stund alla vikuna, og komst ekki einusinni í ræktina fyrr en í gær. Ég elska að hafa mikið að gera en eftir svona vikur þá er algjörlega nauðsynlegt að eiga smá dekurstund til að núlstilla sig og undirbúa fyrir sig fyrir komandi viku. Svo er líka búið að vera ótrúlega mikil mengun hérna í höfuðborginni svo húðin mín þurfti góða djúphreinsun í dag. Sunnudagsdekrið mitt fólst því í tilraunastarfsemi með þennan frábæra maska með frekar óvenjulegu innihaldsefni!

IMG_3739

Ég nota síðuna Pinterest mjög mikið til að fá hugmyndir og er alltaf að kíkja á uppskriftir þar inni. Nokkrum sinnum hef ég séð Aspirín notað í andlitsmaska en eiginlega aldrei þorað að prófa það og fundist það frekar furðulegt. Fyrir þá sem ekki vita er Aspirín tegund af verkjatöflum sem eru aðallega notaðar við hausverk, og eru örugglega algengasta verkjalyfið í Bandaríkjunum. Ég á yfirleitt alltaf Aspirín uppí skáp, en var búin að taka eftir því að í öllum uppskriftum sem ég sá var tekið fram að það þyrfti að nota óhúðaðar Asprín töflur. Ég var eiginlega búin að ákveða að mínar væru pottþétt húðaðar og ónothæfar í andlitsmaska, en þegar ég fór að lesa á pakkann sá ég að svo var ekki! Svo ég ákvað að prófa loksins að búa til mína útgáfu af Asprín maska og var svo ánægð með niðurstöðuna að ég verð bara að deila henni með ykkur!

IMG_3698

Aspirín er efni sem inniheldur náttúrulega salicilyc sýru, sem margir kannast við úr húðvörum sem ætlaðar eru fyrir feita og óhreina húð. Það getur því gert kraftaverk fyrir bólur og óhreinindi og til dæmis er hægt að nota það eitt og sér (uppleyst í vatni) sem bólubana á litla bletti. Til að nota Aspirín í maska þarf að byrja á að ganga úr skugga um að töflurnar séu óhúðaðar. Þegar ég bið um Aspirín í apóteki fæ ég yfirleitt alltaf þessar hér frá Actavis og þær eru í lagi að nota. Fyrst þarf að byrja á að leysa upp töflurnar og búa til þykkt “paste”, en það er gert með því að setja örfáa dropa af vatni með töflunum í skál, og á um 30 sekúndum leysast þær upp, og þá er hægt að hræra þær aðeins með gaffli svo þær verði að þykkum vökva. Töflurnar leysast ekki algjörlega upp, heldur verða smá korn í vökvanum, og það er í góðu lagi.

IMG_3726_fotor

Til að búa til nærandi-bóludrepandi-frískandi-ofurmaska bætti ég tvem innihaldsefnum við asprínið. Hunang er eins og þið vitið örugglega uppáhalds maskagrunnurinn minn, enda bólgueyðandi og læsir raka lengst inní húðinni, sem gefur henni fallegann ljóma. Þriðja innihaldsefnið er grísk jógúrt, sem er líka frábær fyrir óhreina húð! Mjólkursýran sem er í henni hjálpar til við að hreinsa efstu lög húðarinnar, svo bólur nái ekki að myndast. Þegar við sameinum þessi þrjú ofur-efni fáum við maska sem er frábær fyrir þreytta, óhreina húð sem þarf bæði hreinsun og raka! Það er eiginlega nauðsynlegt að nota bursta til að bera þennann maska nægilega vel á, og búa til gott lag af honum á húðina. Mér finnst gott að nota farðapensil með löngum hárum svo ég geti dreift honum jafnt yfir.

IMG_3680

Í maskann fer:

1,5 msk grísk jógúrt

1 msk hunang

4 töflur óhúðaðar aspirín töflur

Ég byrja á að leysa upp asprínið í örfáum dropum af vatni, gott er að nota dropateljara og setja þá sirka 5-6 dropa. Það tekur um 30 sekúndur og svo hræri ég töflurnar og vatnið aðeins saman. Næst set ég gríska jógúrt og hunang samanvið og blanda við. Uppskriftin ætti að duga fyrri tvö andlit, ég bar hann á mig og átti nóg afgang fyrir annað skipti. Berið á andlitið með pensli og látið bíða í 20-30 mínútur eða þar til maskinn er þornaður, en þá er hann þveginn af.

IMG_3774

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: